Köld krumla fortíðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2012 06:00 Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira