Lög góða fólksins Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Við góða fólkið erum nefnilega valdamesta fólk í heimi. Sumir segja að við þurfum ekki annað en að benda á það sem okkur finnst athugavert og þar með sé það bannað. Ef við gagnrýnum opinberar skoðanir eða listaverk einhvers höfum við skert tjáningarfrelsi viðkomandi svo hann á ekkert eftir nema þjáningarfrelsi hins hörundsára snillings sem hættir að þora að tjá sig á hnyttinn og ögrandi hátt af ótta við að einhver hafi á því skoðun. Samkvæmt ákveðinni orðræðu tökum við fólk meira að segja af lífi, án dóms og laga, einungis með því að benda á eitthvað sem það hefur sagt og gert opinberlega. Áfram kvíslakór!!! Tjáningarfrelsið eru mikilvæg mannréttindi. Og við góða fólkið þurfum svo sannarlega að gæta okkar áður en við beitum því til þess að viðra skoðanir okkar á mönnum og málefnum. Því auðvitað mega allir segja allt. Alltaf. Nema náttúrlega þeir sem hafa skoðanir á skoðunum og tjáningu annarra. Tjáningarfrelsið er ekki fyrir þá, enda eru þeir oftast bara fúlir og leiðinlegir og kunna ekki að meta gott grín. En það að tjá sig opinberlega hlýtur að kalla á viðbrögð opinberlega, annars færi tjáningin fram í einrúmi, er það ekki? Ég vil að lokum taka undir orð konu sem ég met mjög mikils: „Eigi valdir einstaklingar eða hópar að vera undanþegnir tjáningarfrelsinu, hvort sem það er á forsendum virðingar, hefða, trúarbragða eða pólitískrar rétthugsunar, getum við allt eins lagt það af." Heykvíslakórinn á rétt á að gera athugasemdir við opinbera hegðun, atferli, framkomu og orðræðu sem honum finnst þörf á að gera athugasemdir við, eins og aðrir. Tjáningarfrelsi okkar góða fólksins, sem nær ekkert lengra en tjáningarfrelsi annarra hvað varðar aftökur eða lagasetningar, ber líka að virða. Í tjáningarfrelsi felst að allir megi segja sína skoðun. Líka góða fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun
Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Við góða fólkið erum nefnilega valdamesta fólk í heimi. Sumir segja að við þurfum ekki annað en að benda á það sem okkur finnst athugavert og þar með sé það bannað. Ef við gagnrýnum opinberar skoðanir eða listaverk einhvers höfum við skert tjáningarfrelsi viðkomandi svo hann á ekkert eftir nema þjáningarfrelsi hins hörundsára snillings sem hættir að þora að tjá sig á hnyttinn og ögrandi hátt af ótta við að einhver hafi á því skoðun. Samkvæmt ákveðinni orðræðu tökum við fólk meira að segja af lífi, án dóms og laga, einungis með því að benda á eitthvað sem það hefur sagt og gert opinberlega. Áfram kvíslakór!!! Tjáningarfrelsið eru mikilvæg mannréttindi. Og við góða fólkið þurfum svo sannarlega að gæta okkar áður en við beitum því til þess að viðra skoðanir okkar á mönnum og málefnum. Því auðvitað mega allir segja allt. Alltaf. Nema náttúrlega þeir sem hafa skoðanir á skoðunum og tjáningu annarra. Tjáningarfrelsið er ekki fyrir þá, enda eru þeir oftast bara fúlir og leiðinlegir og kunna ekki að meta gott grín. En það að tjá sig opinberlega hlýtur að kalla á viðbrögð opinberlega, annars færi tjáningin fram í einrúmi, er það ekki? Ég vil að lokum taka undir orð konu sem ég met mjög mikils: „Eigi valdir einstaklingar eða hópar að vera undanþegnir tjáningarfrelsinu, hvort sem það er á forsendum virðingar, hefða, trúarbragða eða pólitískrar rétthugsunar, getum við allt eins lagt það af." Heykvíslakórinn á rétt á að gera athugasemdir við opinbera hegðun, atferli, framkomu og orðræðu sem honum finnst þörf á að gera athugasemdir við, eins og aðrir. Tjáningarfrelsi okkar góða fólksins, sem nær ekkert lengra en tjáningarfrelsi annarra hvað varðar aftökur eða lagasetningar, ber líka að virða. Í tjáningarfrelsi felst að allir megi segja sína skoðun. Líka góða fólkið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun