Vel heppnuð endurkoma Stone Roses 25. maí 2012 16:30 Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman," sagði einn aðdáandinn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngvarans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads, sem sjá má í sígildu myndbandi sveitarinnar hér fyrir ofan. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tónleikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Manchester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn. Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman," sagði einn aðdáandinn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngvarans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads, sem sjá má í sígildu myndbandi sveitarinnar hér fyrir ofan. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tónleikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Manchester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn.
Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira