Kristján samdi fyrir Klaufana 25. maí 2012 15:00 Kristján Hreinsson ásamt Klaufunum. Nýja platan, Óbyggðir, kemur út á næstunni. Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson samdi nánast öll lög og texta á væntanlegri plötu kántrísveitarinnar Klaufarnir. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í samstarfi við þá," segir Kristján, sem tók að sér verkefnið í gegnum gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson. „Ég á alltaf soddan hrúgu af lögum og þeir völdu úr þeim. Þeir eru með tíu til tólf lög í viðbót sem þá langar að gefa út líka," segir Kristján, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir texta sína en lagasmíðar. „Þetta er tónlist í anda Brimklóar og alls hins besta sem boðið hefur verið upp á í íslenskri kántrítónlist síðustu ár og áratugi. Þetta er dillandi gamansemi og 100% hressleiki." Magnús Kjartansson kemur við sögu á plötunni. Hann leikur á hljómborð og stjórnar heilum kór hestamanna sem nefnist Brokkkórinn. Einnig syngur Selma Björnsdóttir í einu lagi, Aldrei, sem fer í spilun fljótlega. Annað lag af plötunni, Lífið er ferlega flókið, er þegar komið í spilun. Kristján hafði mjög gaman af samstarfinu við Klaufana en hljómsveitin er skipuð þeim Friðriki Sturlusyni, Kristjáni Grétarssyni, Sigurgeiri Sigmundssyni, Guðmundi Annas og Birgi Nielsen. „Við erum kannski hinir mestu klaufar á ýmsum sviðum en þegar við slettum úr klaufunum, þá erum við á heimavelli." -fb Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson samdi nánast öll lög og texta á væntanlegri plötu kántrísveitarinnar Klaufarnir. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í samstarfi við þá," segir Kristján, sem tók að sér verkefnið í gegnum gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson. „Ég á alltaf soddan hrúgu af lögum og þeir völdu úr þeim. Þeir eru með tíu til tólf lög í viðbót sem þá langar að gefa út líka," segir Kristján, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir texta sína en lagasmíðar. „Þetta er tónlist í anda Brimklóar og alls hins besta sem boðið hefur verið upp á í íslenskri kántrítónlist síðustu ár og áratugi. Þetta er dillandi gamansemi og 100% hressleiki." Magnús Kjartansson kemur við sögu á plötunni. Hann leikur á hljómborð og stjórnar heilum kór hestamanna sem nefnist Brokkkórinn. Einnig syngur Selma Björnsdóttir í einu lagi, Aldrei, sem fer í spilun fljótlega. Annað lag af plötunni, Lífið er ferlega flókið, er þegar komið í spilun. Kristján hafði mjög gaman af samstarfinu við Klaufana en hljómsveitin er skipuð þeim Friðriki Sturlusyni, Kristjáni Grétarssyni, Sigurgeiri Sigmundssyni, Guðmundi Annas og Birgi Nielsen. „Við erum kannski hinir mestu klaufar á ýmsum sviðum en þegar við slettum úr klaufunum, þá erum við á heimavelli." -fb
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira