Grípandi þjóðlagapopp úr herbúðum Edward Sharpe 24. maí 2012 23:00 Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira