Erfitt en gaman á Evróputúr 23. maí 2012 14:00 „Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb
Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira