Nasatónleikar GusGus á DVD 21. maí 2012 14:00 „Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp
Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira