Þrjú hundruð hitta goðsögn 16. maí 2012 08:00 „Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb
Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira