Háski skapar rokkstemningu 16. maí 2012 14:00 Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari, ásamt grjótinu Háska. fréttablaðið/Stefán Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm Lífið Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira