Kúamykja frá L‘Oréal Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. maí 2012 06:00 Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þegar ég var unglingur fór ég nokkrum sinnum með öldruðum konum í fjölskyldunni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og gaf. Seyðið átti að vera allra meina bót. Bragðvondan drykkinn píndu þær ofan í sig með ósk um stundarfróun frá kvillum sínum. En batinn lét á sér standa. Seyðið hafði ég talið löngu horfið af sjónarsviðinu. En þarna var það, í nýjum umbúðum, auglýst til sölu með orðunum: „Krabbamein, asma, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, Parkinsonsveiki, umgangspestir…lúpínuseyðið gæti hjálpað." Sem unglingur skildi ég ekki hvers vegna eldklárar, lífsreyndar konur létu glepjast af snákaolíu á borð við lúpínuseyði. En þar sem ég sat við tölvuskjáinn svo þéttsmurð andlitskremi að ætla mátti að markmiðið væri eilíf varðveisla á múmíuformi rann upp fyrir mér ljós. Ástæðan var von. Nokkrar hrukkur nægðu til að ég gaf gagnrýna hugsun upp á bátinn. Ég hefði makað mig kúamykju hefði L'Oréal sett hana í dós. Það var ekki að furða að vonin glepti gömlu konunum sýn þegar sjálf heilsan var annars vegar. Óhefðbundnar lækningar hafa verið í umræðunni eftir að sýnd var um þær heimildarmynd á RÚV í síðustu viku. Ofbauð mörgum hve ógagnrýnin myndin var á lækningaaðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir. Öðrum þótti málið stormur í vatnsglasi. En þvert á það sem margir vilja vera láta eru óhefðbundnar lækningar ekki aðeins gagnslausar. Þær eru oft einnig skaðlegar. Johnny Rotten, söngvari The Sex Pistols, sagði í nýlegu viðtali frá láti stjúpdóttur sinnar úr brjóstakrabbameini í kjölfar þess að hún kaus óhefðbundnar lækningar umfram hefðbundnar. „Hún þurfti ekki að deyja…sum okkar í fjölskyldunni telja þetta jaðra við sjálfsmorð." Óhefðbundnar lækningar eru iðnaður sem græðir fúlgur fjár á komplexum, vanlíðan, örvæntingu og ótta fólks. Þær nýta sér varnarleysi þess á viðkvæmum stundum og hefur það að féþúfu. Það er ekki RÚV að gerast málpípa slíkra hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þegar ég var unglingur fór ég nokkrum sinnum með öldruðum konum í fjölskyldunni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og gaf. Seyðið átti að vera allra meina bót. Bragðvondan drykkinn píndu þær ofan í sig með ósk um stundarfróun frá kvillum sínum. En batinn lét á sér standa. Seyðið hafði ég talið löngu horfið af sjónarsviðinu. En þarna var það, í nýjum umbúðum, auglýst til sölu með orðunum: „Krabbamein, asma, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, Parkinsonsveiki, umgangspestir…lúpínuseyðið gæti hjálpað." Sem unglingur skildi ég ekki hvers vegna eldklárar, lífsreyndar konur létu glepjast af snákaolíu á borð við lúpínuseyði. En þar sem ég sat við tölvuskjáinn svo þéttsmurð andlitskremi að ætla mátti að markmiðið væri eilíf varðveisla á múmíuformi rann upp fyrir mér ljós. Ástæðan var von. Nokkrar hrukkur nægðu til að ég gaf gagnrýna hugsun upp á bátinn. Ég hefði makað mig kúamykju hefði L'Oréal sett hana í dós. Það var ekki að furða að vonin glepti gömlu konunum sýn þegar sjálf heilsan var annars vegar. Óhefðbundnar lækningar hafa verið í umræðunni eftir að sýnd var um þær heimildarmynd á RÚV í síðustu viku. Ofbauð mörgum hve ógagnrýnin myndin var á lækningaaðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir. Öðrum þótti málið stormur í vatnsglasi. En þvert á það sem margir vilja vera láta eru óhefðbundnar lækningar ekki aðeins gagnslausar. Þær eru oft einnig skaðlegar. Johnny Rotten, söngvari The Sex Pistols, sagði í nýlegu viðtali frá láti stjúpdóttur sinnar úr brjóstakrabbameini í kjölfar þess að hún kaus óhefðbundnar lækningar umfram hefðbundnar. „Hún þurfti ekki að deyja…sum okkar í fjölskyldunni telja þetta jaðra við sjálfsmorð." Óhefðbundnar lækningar eru iðnaður sem græðir fúlgur fjár á komplexum, vanlíðan, örvæntingu og ótta fólks. Þær nýta sér varnarleysi þess á viðkvæmum stundum og hefur það að féþúfu. Það er ekki RÚV að gerast málpípa slíkra hagsmuna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun