Auglýsingar í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 8. maí 2012 06:00 Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfsfólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er illmögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orðrétt: „Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum". Samkvæmt 18. grein í Codex Ethicus er tilgreint að fara skuli að landslögum þegar kemur að auglýsingum. Víða er því svo farið að læknar mega ekki auglýsa þjónustu sína að neinu marki og eflaust eru rök bæði með og á móti því. Það er þó skoðun undirritaðs að bann við auglýsingum hafi verið of þröngt túlkað í gegnum tíðina og sjálfsagt sé að gefa þar meira svigrúm, en sömuleiðis að eftirlit með slíku sé virkt. Nú er svo komið að ný lög um heilbrigðisstarfsmenn munu taka gildi þann fyrsta janúar 2013 og leysa af hólmi læknalögin og önnur viðlíka lög um starfsemi fagstétta á heilbrigðissviði. Í þessum nýju lögum segir orðrétt í 24. grein: „Við kynningu heilbrigðisþjónustu og auglýsingar skal ávallt gætt málefnalegra sjónarmiða og fyllstu ábyrgðar, nákvæmni og sanngirni. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um kynningu og auglýsingar heilbrigðisþjónustu, svo sem bann við ákveðinni aðferð við kynningu eða auglýsingar". Þarna er sem sagt búið að opna fyrir þann möguleika að fagstéttir í heilbrigðisþjónustu og þar á meðal læknar geti auglýst starfsemi sína. Nú spyrja sig eflaust einhverjir hvort þetta skipti nokkru máli. Því er til að svara að í heilbrigðisþjónustu sem annarri þjónustu ríkir samkeppni, en hún er af mjög skornum skammti. Í nær öllum tilvikum er þjónustan greidd af ríkinu, taxtar eru þeir sömu meira og minna og í viðvarandi læknaskorti hafa hvort eð er allir nóg að gera og enga þörf fyrir að auglýsa sig eða þá þjónustu sem þeir veita, ekki satt? Þetta er ekki alls kostar rétt en gefur nokkuð góða mynd af raunveruleikanum og líklega verður lítil breyting hér á næstunni miðað við það ástand sem varað hefur varðandi mönnun í heilbrigðisþjónustu. Þetta skapar þó einnig vandamál fyrir sjúklinga, til dæmis þar sem hvergi er, mér vitanlega, til opinberlega aðgengilegur heildarlisti yfir þá lækna sem eru starfandi hérlendis, hvar þeir starfa og hvernig hægt er að ná í þá. Þegar nýir sérfræðingar koma til landsins úr sérnámi með mikilvæga þekkingu og hefja störf er það jafnan hulið almenningi og jafnvel okkur læknunum. Læknar munu á næsta ári geta auglýst nýjar meðferðir, ráðgjöf, námskeið, aðgerðir og heilsueflingu svo fátt eitt sé talið. Það verður því spennandi að fylgjast með og þá sérstaklega hvort læknar muni nýta sér breytt lagaumhverfi og þá möguleika sem í því felast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfsfólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er illmögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orðrétt: „Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum". Samkvæmt 18. grein í Codex Ethicus er tilgreint að fara skuli að landslögum þegar kemur að auglýsingum. Víða er því svo farið að læknar mega ekki auglýsa þjónustu sína að neinu marki og eflaust eru rök bæði með og á móti því. Það er þó skoðun undirritaðs að bann við auglýsingum hafi verið of þröngt túlkað í gegnum tíðina og sjálfsagt sé að gefa þar meira svigrúm, en sömuleiðis að eftirlit með slíku sé virkt. Nú er svo komið að ný lög um heilbrigðisstarfsmenn munu taka gildi þann fyrsta janúar 2013 og leysa af hólmi læknalögin og önnur viðlíka lög um starfsemi fagstétta á heilbrigðissviði. Í þessum nýju lögum segir orðrétt í 24. grein: „Við kynningu heilbrigðisþjónustu og auglýsingar skal ávallt gætt málefnalegra sjónarmiða og fyllstu ábyrgðar, nákvæmni og sanngirni. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um kynningu og auglýsingar heilbrigðisþjónustu, svo sem bann við ákveðinni aðferð við kynningu eða auglýsingar". Þarna er sem sagt búið að opna fyrir þann möguleika að fagstéttir í heilbrigðisþjónustu og þar á meðal læknar geti auglýst starfsemi sína. Nú spyrja sig eflaust einhverjir hvort þetta skipti nokkru máli. Því er til að svara að í heilbrigðisþjónustu sem annarri þjónustu ríkir samkeppni, en hún er af mjög skornum skammti. Í nær öllum tilvikum er þjónustan greidd af ríkinu, taxtar eru þeir sömu meira og minna og í viðvarandi læknaskorti hafa hvort eð er allir nóg að gera og enga þörf fyrir að auglýsa sig eða þá þjónustu sem þeir veita, ekki satt? Þetta er ekki alls kostar rétt en gefur nokkuð góða mynd af raunveruleikanum og líklega verður lítil breyting hér á næstunni miðað við það ástand sem varað hefur varðandi mönnun í heilbrigðisþjónustu. Þetta skapar þó einnig vandamál fyrir sjúklinga, til dæmis þar sem hvergi er, mér vitanlega, til opinberlega aðgengilegur heildarlisti yfir þá lækna sem eru starfandi hérlendis, hvar þeir starfa og hvernig hægt er að ná í þá. Þegar nýir sérfræðingar koma til landsins úr sérnámi með mikilvæga þekkingu og hefja störf er það jafnan hulið almenningi og jafnvel okkur læknunum. Læknar munu á næsta ári geta auglýst nýjar meðferðir, ráðgjöf, námskeið, aðgerðir og heilsueflingu svo fátt eitt sé talið. Það verður því spennandi að fylgjast með og þá sérstaklega hvort læknar muni nýta sér breytt lagaumhverfi og þá möguleika sem í því felast.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun