Spiluðu með Chicane í London 5. maí 2012 11:00 Hljómsveitin spilaði á útgáfutónleikum Chicane fyrir skömmu. fréttablaðið/valli „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni," segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane. Vigri spilaði með Chicane í þremur lögum en tvö þeirra eru á nýjustu plötu hans, Thousand Mile Stare, þar á meðal upphafslagið Hljóp. „Þetta var gríðarlega gaman og dálítið öðruvísi því við höfum ekki oft spilað fyrir svona dansunnendur," segir Hans en tónlist Vigri er draumkennd blanda af poppi, þjóðlagatónlist og klassík. Chicane er stórlax í danstónlistarsenunni. Hann er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore og hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eyddi Chicane fimm dögum á Íslandi í byrjun ársins og tók upp lög með Vigra. Nýja platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og hefur setið í þrjár vikur í efsta sæti danstónlistarlista Itunes. Hún hefur einnig verið ofarlega á listum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í öðru sæti á breska dansplötulistanum. Vigri ætlar að spila aftur með Chicane á tónlistarhátíð í Hollandi í sumar. Í haust fer hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu. Aðspurður segir Hans að Chicane hafi áhuga á frekara samstarfi. „Það er spurning hvað við viljum gera. Við erum bara á fullu að taka upp ný lög fyrir okkur. Það er það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Ég held að við séum ekkert að fara að detta í danstónlistargeirann nema kannski að búa til vangalög en það er mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt." -fb Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni," segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane. Vigri spilaði með Chicane í þremur lögum en tvö þeirra eru á nýjustu plötu hans, Thousand Mile Stare, þar á meðal upphafslagið Hljóp. „Þetta var gríðarlega gaman og dálítið öðruvísi því við höfum ekki oft spilað fyrir svona dansunnendur," segir Hans en tónlist Vigri er draumkennd blanda af poppi, þjóðlagatónlist og klassík. Chicane er stórlax í danstónlistarsenunni. Hann er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore og hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eyddi Chicane fimm dögum á Íslandi í byrjun ársins og tók upp lög með Vigra. Nýja platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og hefur setið í þrjár vikur í efsta sæti danstónlistarlista Itunes. Hún hefur einnig verið ofarlega á listum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í öðru sæti á breska dansplötulistanum. Vigri ætlar að spila aftur með Chicane á tónlistarhátíð í Hollandi í sumar. Í haust fer hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu. Aðspurður segir Hans að Chicane hafi áhuga á frekara samstarfi. „Það er spurning hvað við viljum gera. Við erum bara á fullu að taka upp ný lög fyrir okkur. Það er það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Ég held að við séum ekkert að fara að detta í danstónlistargeirann nema kannski að búa til vangalög en það er mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt." -fb
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira