Sálarrokk úr Suðurríkjum 3. maí 2012 16:00 Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Hljómsveitin hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Alabama Shakes var stofnuð í menntaskóla í Aþenu í Alabama. Söngkonan Brittany Howard, sem hafði lært á gítar nokkrum árum áður, spurði bassaleikarann Zac Cockrell hvort hann vildi spila með henni. Þau byrjuðu að hittast eftir skóla og semja saman. Trommarinn Steve Johnson vann í einu plötubúðinni í bænum og Howard frétti af því að hann kynni að spila á trommur. Hún bauð honum í hljómsveitina og þau héldu áfram að þróa hljóm sinn. Tríóið fór í hljóðver og tók upp nokkur prufulög. Gítarleikarinn Heath Fogg, sem hafði gengið í sama skóla og þau, heyrði lögin og bauð þeim að hita upp fyrir hljómsveitina sína. Það gerðu þau með því skilyrði að hann spilaði með þeim og eftir það gekk hann til liðs við bandið. Tónleikarnir gengu mjög vel og eftir þá bættust nokkur tökulög við tónleikadagsskrána eftir Led Zeppelin, James Brown, Otis Redding og AC/DC. Á þessum tíma kallaði hljómsveitin sig einfaldlega The Shakes. Næst á dagskrá var að drífa sig til Nashville í hljóðver. Þar spilaði sveitin einnig í plötubúð við góðar undirtektir og eftir að tónlistarbloggari setti lagið You Ain"t Alone á vefsíðuna sína hrúguðust inn tölvupóstar til Howard daginn eftir frá útgáfufyrirtækjum og umboðsmönnum. Nafninu var breytt í Alabama Shakes, sveitin fór í tónleikaferð með Drive-By Truckers og fyrsta smáskífulagið Hold On leit dagsins ljós í djammi á miðjum tónleikum. Í október í fyrra spilaði hljómsveitin á CMJ-hátíðinni í New York-borg og fengu tónleikarnir frábæra dóma hjá New York Times. Núna er fyrsta platan komin út og náði hún þriðja sæti breska vinsældarlistans og því áttunda á þeim bandaríska. Alabama Shakes verður á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hún spilar á öllum helstu hátíðunum, þar á meðal Hróarskeldu, Rock Werchter, Lollapalooza og Bestival, og á vafalítið eftir að heilla tónleikagesti upp úr skónum með einlægu Suðurríkjarokki sínu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Hljómsveitin hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Alabama Shakes var stofnuð í menntaskóla í Aþenu í Alabama. Söngkonan Brittany Howard, sem hafði lært á gítar nokkrum árum áður, spurði bassaleikarann Zac Cockrell hvort hann vildi spila með henni. Þau byrjuðu að hittast eftir skóla og semja saman. Trommarinn Steve Johnson vann í einu plötubúðinni í bænum og Howard frétti af því að hann kynni að spila á trommur. Hún bauð honum í hljómsveitina og þau héldu áfram að þróa hljóm sinn. Tríóið fór í hljóðver og tók upp nokkur prufulög. Gítarleikarinn Heath Fogg, sem hafði gengið í sama skóla og þau, heyrði lögin og bauð þeim að hita upp fyrir hljómsveitina sína. Það gerðu þau með því skilyrði að hann spilaði með þeim og eftir það gekk hann til liðs við bandið. Tónleikarnir gengu mjög vel og eftir þá bættust nokkur tökulög við tónleikadagsskrána eftir Led Zeppelin, James Brown, Otis Redding og AC/DC. Á þessum tíma kallaði hljómsveitin sig einfaldlega The Shakes. Næst á dagskrá var að drífa sig til Nashville í hljóðver. Þar spilaði sveitin einnig í plötubúð við góðar undirtektir og eftir að tónlistarbloggari setti lagið You Ain"t Alone á vefsíðuna sína hrúguðust inn tölvupóstar til Howard daginn eftir frá útgáfufyrirtækjum og umboðsmönnum. Nafninu var breytt í Alabama Shakes, sveitin fór í tónleikaferð með Drive-By Truckers og fyrsta smáskífulagið Hold On leit dagsins ljós í djammi á miðjum tónleikum. Í október í fyrra spilaði hljómsveitin á CMJ-hátíðinni í New York-borg og fengu tónleikarnir frábæra dóma hjá New York Times. Núna er fyrsta platan komin út og náði hún þriðja sæti breska vinsældarlistans og því áttunda á þeim bandaríska. Alabama Shakes verður á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hún spilar á öllum helstu hátíðunum, þar á meðal Hróarskeldu, Rock Werchter, Lollapalooza og Bestival, og á vafalítið eftir að heilla tónleikagesti upp úr skónum með einlægu Suðurríkjarokki sínu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira