Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi 23. apríl 2012 11:00 „Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira