Barlómur RE 23. apríl 2012 07:00 Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð … Fréttatímarnir hjá RÚV og Stöð 2 eru að verða eins og Opinberunarbók Jóhannesar. Þar birtist á hverjum degi í viðtali nýr spámaður með æði í augum og opnar nýtt innsigli með nýjum plágum, sem hann segist sjá. Birtingarmynd frekjunnarOrðbragðið er ofboðslegt. Breytingum á kvótakerfinu er líkt við versta hrylling 20. aldarinnar: Helförina, Gúlagið … Þegar Friðrik J. Arngrímsson fær ekki sitt fram undanbragðalaust er honum svo brugðið að hann líkir því við ofsóknir nasista á hendur gyðingum. Svona fer fyrir þeim sem alltaf fá allt. Svona leikur frekjan mennina. Þetta er nýjasta útgerðin og sú umsvifamesta til þessa: Barlómur RE – mannskapurinn um borð eru kunnar aflaklær við mótun almenningsálits, almannatenglar, bankamenn, endurskoðendur, stjórnmálamenn, hagfræðingar, lögmenn og allir ráðnir upp á hlut – gerður út til að hindra með öllum ráðum að gerðar verði nokkrar breytingar á því fyrirkomulagi sem reynst hefur svo afdrifaríkt fyrir íslenskt samfélag og mótað það meira en annað.Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Undirstaða efnahagsundursinsOg þeir sem fjárfest höfðu í áformum um að veiða fisk – kvóta – flýttu sér að breyta þeim áformum í verðmæti, með því að veðsetja kvótann, fá peninga í hendur og kaupa sér hús í vesturbænum í Reykjavík, brjóta niður hús í vesturbænum í Reykjavík, kaupa bílaumboð, enskt fótboltalið, þyrlu, bara eitthvað nógu fáránlegt til að tjá rótgróna fyrirlitningu á þessum auði… Menn sem við höfum horft upp á spreðandi í kringum sig stórkostlegum fjárhæðum koma nú hver af öðrum fram blásvartir í framan af heift og segjast ekki vera aflögu færir með að greiða gjald til samfélagsins af auðlind sem á þó að heita í eigu þjóðarinnar. Þetta var mjög þróað. Höfundar þessa kerfis fóru um heiminn og hældust um af því að kvótakerfið væri undirstaða hins íslenska efnahagsundurs – sem reyndist svo efnahagsviðundur. Þessi velmegun var öll óveidd, byggð á væntingum og áformum –blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðganginn að hinum óveidda fiski. Með öðrum orðum: ekki til. Glópagull. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga – og þeir allra gáfuðustu fundu upp þá aðferð að tapa peningum til að græða peninga. En sá sem græðir endalaust peninga græðir ekkert á því – nema peninga. Þeir klikkuðuSamtök atvinnulífsins héldu vakningarsamkomu um daginn þar sem einhver hafði fundið upp á því að bera núverandi gjaldeyrishöft saman við bjórbannið um árið. Það vitnar um athyglisverð hugrenningartengsl. Við afnám ýmissa hafta og óheft flæði fjármagns milli landa má nefnilega segja að íslenskir fjármálaspekúlantar hafi einmitt dottið í það; vandi þjóðarinnar er ekki síst til kominn af „ofneyslu" þessara aðila á erlendum gjaldeyri. Erlendar skuldir þjóðarinnar urðu glórulausar og vitnuðu um einhvers konar æði – ekki ölæði og úr urðu ekki auðævi heldur var þetta allt einhvers konar auðæði. Og nú eru þeir hjá SA sýnilega orðnir þurrbrjósta. En þeir klikkuðu. Íslenskir kapítalistar réðu ekki við kapítalismann. Þeir stóðu ekki undir því að búa við viðskiptafrelsi. Þeir fyrirgerðu rétti sínum til þess að ná eyrum okkar með sín úrræði. Því miður. Við höfum fengið nóg af auðæðistilburðum þeirra. Og því höfum við nú ríkisstjórn sem leitast við að reisa íslenskt samfélag úr þeim rústum sem þeir skildu eftir sig. Eflaust gerir sú ríkisstjórn eitt og annað af veikum mætti enda nýtur hún ekki einu sinni trausts innan eigin raða. En þetta er ríkisstjórn sem við getum gagnrýnt án þess að eiga á hættu atvinnumissi. Það er nokkurs vert. Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er. Allt í einu getur maður ekki rekið skóla og greitt sjálfum sér milljóna-arð þegar ríkið stendur undir kennaralaunum og skólagjöld eru himinhá. Allt í einu getur maður ekki fegrað afkomu fyrirtækja í ársreikningum með fulltingi endurskoðunarfyrirtækja með virðuleg útlensk nöfn. Allt í einu getur maður ekki stungið arði undan í eignarhaldsfélögum í erlendum skattaskjólum. Það er ekki kommúnismi. Það er ekki alræði og ekki óþolandi skerðing á frelsi einstaklingsins. Það er einfaldega verið að reyna að koma á siðuðu samfélagi. Kannski hætta einhverjir útgerðarmenn í fússi og fara með allt sitt heim til Tortóla. Jæja. En fiskurinn óveiddi í sjónum: hann fer ekki með þeim. Hann verður hér áfram og vonandi undirstaða fyrir gróandi þjóðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð … Fréttatímarnir hjá RÚV og Stöð 2 eru að verða eins og Opinberunarbók Jóhannesar. Þar birtist á hverjum degi í viðtali nýr spámaður með æði í augum og opnar nýtt innsigli með nýjum plágum, sem hann segist sjá. Birtingarmynd frekjunnarOrðbragðið er ofboðslegt. Breytingum á kvótakerfinu er líkt við versta hrylling 20. aldarinnar: Helförina, Gúlagið … Þegar Friðrik J. Arngrímsson fær ekki sitt fram undanbragðalaust er honum svo brugðið að hann líkir því við ofsóknir nasista á hendur gyðingum. Svona fer fyrir þeim sem alltaf fá allt. Svona leikur frekjan mennina. Þetta er nýjasta útgerðin og sú umsvifamesta til þessa: Barlómur RE – mannskapurinn um borð eru kunnar aflaklær við mótun almenningsálits, almannatenglar, bankamenn, endurskoðendur, stjórnmálamenn, hagfræðingar, lögmenn og allir ráðnir upp á hlut – gerður út til að hindra með öllum ráðum að gerðar verði nokkrar breytingar á því fyrirkomulagi sem reynst hefur svo afdrifaríkt fyrir íslenskt samfélag og mótað það meira en annað.Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Undirstaða efnahagsundursinsOg þeir sem fjárfest höfðu í áformum um að veiða fisk – kvóta – flýttu sér að breyta þeim áformum í verðmæti, með því að veðsetja kvótann, fá peninga í hendur og kaupa sér hús í vesturbænum í Reykjavík, brjóta niður hús í vesturbænum í Reykjavík, kaupa bílaumboð, enskt fótboltalið, þyrlu, bara eitthvað nógu fáránlegt til að tjá rótgróna fyrirlitningu á þessum auði… Menn sem við höfum horft upp á spreðandi í kringum sig stórkostlegum fjárhæðum koma nú hver af öðrum fram blásvartir í framan af heift og segjast ekki vera aflögu færir með að greiða gjald til samfélagsins af auðlind sem á þó að heita í eigu þjóðarinnar. Þetta var mjög þróað. Höfundar þessa kerfis fóru um heiminn og hældust um af því að kvótakerfið væri undirstaða hins íslenska efnahagsundurs – sem reyndist svo efnahagsviðundur. Þessi velmegun var öll óveidd, byggð á væntingum og áformum –blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðganginn að hinum óveidda fiski. Með öðrum orðum: ekki til. Glópagull. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga – og þeir allra gáfuðustu fundu upp þá aðferð að tapa peningum til að græða peninga. En sá sem græðir endalaust peninga græðir ekkert á því – nema peninga. Þeir klikkuðuSamtök atvinnulífsins héldu vakningarsamkomu um daginn þar sem einhver hafði fundið upp á því að bera núverandi gjaldeyrishöft saman við bjórbannið um árið. Það vitnar um athyglisverð hugrenningartengsl. Við afnám ýmissa hafta og óheft flæði fjármagns milli landa má nefnilega segja að íslenskir fjármálaspekúlantar hafi einmitt dottið í það; vandi þjóðarinnar er ekki síst til kominn af „ofneyslu" þessara aðila á erlendum gjaldeyri. Erlendar skuldir þjóðarinnar urðu glórulausar og vitnuðu um einhvers konar æði – ekki ölæði og úr urðu ekki auðævi heldur var þetta allt einhvers konar auðæði. Og nú eru þeir hjá SA sýnilega orðnir þurrbrjósta. En þeir klikkuðu. Íslenskir kapítalistar réðu ekki við kapítalismann. Þeir stóðu ekki undir því að búa við viðskiptafrelsi. Þeir fyrirgerðu rétti sínum til þess að ná eyrum okkar með sín úrræði. Því miður. Við höfum fengið nóg af auðæðistilburðum þeirra. Og því höfum við nú ríkisstjórn sem leitast við að reisa íslenskt samfélag úr þeim rústum sem þeir skildu eftir sig. Eflaust gerir sú ríkisstjórn eitt og annað af veikum mætti enda nýtur hún ekki einu sinni trausts innan eigin raða. En þetta er ríkisstjórn sem við getum gagnrýnt án þess að eiga á hættu atvinnumissi. Það er nokkurs vert. Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er. Allt í einu getur maður ekki rekið skóla og greitt sjálfum sér milljóna-arð þegar ríkið stendur undir kennaralaunum og skólagjöld eru himinhá. Allt í einu getur maður ekki fegrað afkomu fyrirtækja í ársreikningum með fulltingi endurskoðunarfyrirtækja með virðuleg útlensk nöfn. Allt í einu getur maður ekki stungið arði undan í eignarhaldsfélögum í erlendum skattaskjólum. Það er ekki kommúnismi. Það er ekki alræði og ekki óþolandi skerðing á frelsi einstaklingsins. Það er einfaldega verið að reyna að koma á siðuðu samfélagi. Kannski hætta einhverjir útgerðarmenn í fússi og fara með allt sitt heim til Tortóla. Jæja. En fiskurinn óveiddi í sjónum: hann fer ekki með þeim. Hann verður hér áfram og vonandi undirstaða fyrir gróandi þjóðlíf.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun