Skálkar á skólabekk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2012 13:00 Bíó. 21 Jump Street. Leikstjórn: Phil Lord, Chris Miller. Leikarar: Jonah Hill, Channing Tatum, Brie Larson, Dave Franco, Ellie Kemper, Rob Riggle, Ice Cube. Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Þar var ungur Johnny Depp í hlutverki leynilöggu sem ásamt félögum sínum faldi sig innan um unglinga og leysti glæpi í skólum og skúmaskotum þar sem óþekk ungmenni héldu sig. Sprellið ræður ríkjum í nýju uppfærslunni og eru það gosarnir Jonah Hill og Channing Tatum sem sjá um fjörið. Lögreglumennirnir Greg og Morton fá það verkefni að afhjúpa eiturlyfjahring sem teygir anga sína í fyrrum menntaskóla þeirra félaga, þar sem Greg var vinsæll á sínum tíma en Morton alls ekki. Þeir dulbúa sig sem nemendur við skólann og sökum klaufaskapar neyðist lúðinn til að leika hlutverk þess vinsæla og öfugt. Málið reynist hættulegra en það virtist í fyrstu og löggurnar tvær þurfa að lokum að grípa til vopna. Myndir um spaugileg vistaskipti hafa kitlað hláturtaugar kvikmyndahúsagesta lengur en elstu menn muna. 21 Jump Street gerir þetta ágætlega og áreynslulítið. Aðalleikararnir tveir eru kómískir, án þess þó að hálfdrepa áhorfendur úr hlátri, og samleikur þeirra er skemmtilegur. Báðir líta þeir þó út fyrir að vera um þrítugt (sem þeir eru) og grefur það undan trúverðugleika myndarinnar. Þá kemur Dave Franco, tvífari og litli bróðir leikarans James Franco, skemmtilega á óvart með sterkum og dramatískum leik sem smákrimminn Eric. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Niðurstaða: Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó. 21 Jump Street. Leikstjórn: Phil Lord, Chris Miller. Leikarar: Jonah Hill, Channing Tatum, Brie Larson, Dave Franco, Ellie Kemper, Rob Riggle, Ice Cube. Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Þar var ungur Johnny Depp í hlutverki leynilöggu sem ásamt félögum sínum faldi sig innan um unglinga og leysti glæpi í skólum og skúmaskotum þar sem óþekk ungmenni héldu sig. Sprellið ræður ríkjum í nýju uppfærslunni og eru það gosarnir Jonah Hill og Channing Tatum sem sjá um fjörið. Lögreglumennirnir Greg og Morton fá það verkefni að afhjúpa eiturlyfjahring sem teygir anga sína í fyrrum menntaskóla þeirra félaga, þar sem Greg var vinsæll á sínum tíma en Morton alls ekki. Þeir dulbúa sig sem nemendur við skólann og sökum klaufaskapar neyðist lúðinn til að leika hlutverk þess vinsæla og öfugt. Málið reynist hættulegra en það virtist í fyrstu og löggurnar tvær þurfa að lokum að grípa til vopna. Myndir um spaugileg vistaskipti hafa kitlað hláturtaugar kvikmyndahúsagesta lengur en elstu menn muna. 21 Jump Street gerir þetta ágætlega og áreynslulítið. Aðalleikararnir tveir eru kómískir, án þess þó að hálfdrepa áhorfendur úr hlátri, og samleikur þeirra er skemmtilegur. Báðir líta þeir þó út fyrir að vera um þrítugt (sem þeir eru) og grefur það undan trúverðugleika myndarinnar. Þá kemur Dave Franco, tvífari og litli bróðir leikarans James Franco, skemmtilega á óvart með sterkum og dramatískum leik sem smákrimminn Eric. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Niðurstaða: Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira