Hvað er að baki upphrópunum? Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. apríl 2012 11:00 Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave. Tilfellið er nefnilega að ESB hefur heilmikilla hagsmuna að gæta í málinu, algjörlega óháð aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hlýtur maður því að velta því fyrir sér hvað liggi að baki upphrópunum um að Icesave-málareksturinn kalli á að viðræðum um aðild Íslands að ESB verði slitið. Reyndar virðist ESB ekkert geta gert rétt ef marka má málflutning hluta þeirra sem falla vilja frá aðildarsamningunum. Sambandið leggur sig ýmist fram um að hafa þjóðina góða til að lokka hana í faðm sinn og beitir meðal annars til þess IPA-styrkjum og boðsferðum til opinberra starfsmanna, eða það ætlar að kúga okkur og hrella með hótunum vegna makrílveiða, eða nú síðast með aðild að málarekstri ESA. Ekki virðist á hreinu hvort sambandið vill fá okkur í faðm sinn með góðu eða illu. Sérfræðingar í Evrópurétti furða sig hins vegar ekkert á aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri ESA, sem er í fullu samræmi við stofnsamþykkt EFTA-dómstólsins. Í Fréttablaðinu í dag segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor að krafa framkvæmdastjórnarinnar um meðgöngu í málarekstrinum endurspegli mikilvægi málsins. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu," segir hann. Og í fréttum Útvarps í gær tók Margrét Einarsdóttir, lektor í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, í sama streng og kvað ekki koma á óvart að framkvæmdastjórnin beitti sér í málinu með formlegri hætti. „Ég sé ekki í fljótu bragði að það muni hafa nein úrslitaáhrif," bætti hún við. Óneitanlega er kynlegt að þeir sem hæst töluðu um sterka lagalega stöðu landsins og börðust fyrir dómstólaleið með Icesave-deiluna bregðist nú ókvæða við þegar ESB, sem sannarlega hefur hagsmuna að gæta í málinu, lætur það sig varða með beinum hætti. EFTA-dómstóllinn, ásamt Evrópudómstólnum, fer með endanlegt úrskurðarvald um túlkun EES-samningsins. Síðan er íslenskra dómstóla að framfylgja þeirri túlkun. Látið var sem Íslendingar væru með unnið mál í höndunum. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? Þá má velta fyrir sér hvort aðkoma ESB að málarekstri ESA skipti máli ef sú er ekki raunin. Í raun hefur ekkert breyst. Fulltrúar óttasleginna sérhagsmunahópa reyna nú sem fyrr að bregða fæti fyrir ferli sem á endanum á að skila sér í aðildarsamningi sem leggja á fyrir þjóðina. Sama gera andstæðingar fjölþjóðasamstarfs sem litla lýðræðisást bera í brjósti. Hvorugur hópurinn vill gefa þjóðinni færi á að meta sjálf hvernig hag hennar er best borgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave. Tilfellið er nefnilega að ESB hefur heilmikilla hagsmuna að gæta í málinu, algjörlega óháð aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hlýtur maður því að velta því fyrir sér hvað liggi að baki upphrópunum um að Icesave-málareksturinn kalli á að viðræðum um aðild Íslands að ESB verði slitið. Reyndar virðist ESB ekkert geta gert rétt ef marka má málflutning hluta þeirra sem falla vilja frá aðildarsamningunum. Sambandið leggur sig ýmist fram um að hafa þjóðina góða til að lokka hana í faðm sinn og beitir meðal annars til þess IPA-styrkjum og boðsferðum til opinberra starfsmanna, eða það ætlar að kúga okkur og hrella með hótunum vegna makrílveiða, eða nú síðast með aðild að málarekstri ESA. Ekki virðist á hreinu hvort sambandið vill fá okkur í faðm sinn með góðu eða illu. Sérfræðingar í Evrópurétti furða sig hins vegar ekkert á aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri ESA, sem er í fullu samræmi við stofnsamþykkt EFTA-dómstólsins. Í Fréttablaðinu í dag segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor að krafa framkvæmdastjórnarinnar um meðgöngu í málarekstrinum endurspegli mikilvægi málsins. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu," segir hann. Og í fréttum Útvarps í gær tók Margrét Einarsdóttir, lektor í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, í sama streng og kvað ekki koma á óvart að framkvæmdastjórnin beitti sér í málinu með formlegri hætti. „Ég sé ekki í fljótu bragði að það muni hafa nein úrslitaáhrif," bætti hún við. Óneitanlega er kynlegt að þeir sem hæst töluðu um sterka lagalega stöðu landsins og börðust fyrir dómstólaleið með Icesave-deiluna bregðist nú ókvæða við þegar ESB, sem sannarlega hefur hagsmuna að gæta í málinu, lætur það sig varða með beinum hætti. EFTA-dómstóllinn, ásamt Evrópudómstólnum, fer með endanlegt úrskurðarvald um túlkun EES-samningsins. Síðan er íslenskra dómstóla að framfylgja þeirri túlkun. Látið var sem Íslendingar væru með unnið mál í höndunum. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? Þá má velta fyrir sér hvort aðkoma ESB að málarekstri ESA skipti máli ef sú er ekki raunin. Í raun hefur ekkert breyst. Fulltrúar óttasleginna sérhagsmunahópa reyna nú sem fyrr að bregða fæti fyrir ferli sem á endanum á að skila sér í aðildarsamningi sem leggja á fyrir þjóðina. Sama gera andstæðingar fjölþjóðasamstarfs sem litla lýðræðisást bera í brjósti. Hvorugur hópurinn vill gefa þjóðinni færi á að meta sjálf hvernig hag hennar er best borgið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun