Vel útfært og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 12. apríl 2012 14:00 Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu. Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.
Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira