Color Me Records er nýtt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Það eru fjórmenningarnir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.
Fyrsta plata Color Me Records kom út á dögunum, stuttskífa eftir B. G. Baarregaard sem nefnist Nude Disco. B. G. Baarregaard á sjálfur tvö lög á plötunni, auk þess sem þar er að finna endurhljóðblandanir eftir Jón Edvald og Steindór Jónsson.
Útgáfunni verður fagnað á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21 og munu listamenn plötunnar sjálfir sjá um að þeyta skífum.- trs
Ný tónlistarútgáfa
