Jason Mraz Syngur um ást á nýrri plötu 5. apríl 2012 15:00 Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. nordicphotos/getty Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög