Meðalmennska á Manhattan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2012 12:00 Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira