Rík af andrúmslofti og tilfinningu Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 20:00 Hamlette HOK. Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna. Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna.
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira