Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson sendir á morgun frá sér smáskífulagið Bergmálið. Það verður að finna á annarri plötu listamannsins sem kemur út seinna á þessu ári.
„Í apríl 2011 fór ég, ásamt góðum hópi tónlistarmanna, upp í Litlaskarð í Borgarfirði þar sem við hreiðruðum um okkur í nokkra daga og tókum upp plötuna. Andrúmsloftið í Litlaskarði var algjörlega einstakt og upptökurnar voru án efa einar þær bestu stundir sem ég hef upplifað sem tónlistarmaður," segir Ummi. Bergmálið verður aðgengilegt á netinu á Ummig.com og Gogoyogo.com.
Ummi gefur út Bergmálið
