Áfram veginn Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Það var ekkert sérstaklega upplýsandi að fylgjast með réttarhöldunum í málinu gegn Geir H. Haarde. Flest sem þar var sagt kemur fram í 2.400 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sem áttu von á glænýjum upplýsingum sem varpa myndu nýju ljósi á hrunið og draga fram sannleikann eina í málinu urðu fyrir vonbrigðum. Kynt var undir væntingum, til dæmis, þegar afturköllunartillagan var rædd í þinginu. Hana mátti ekki samþykkja því þá fengjum við ekki yfirheyrslurnar yfir öllu lykilfólkinu í Landsdómi. Látið var eins og allir myndu loksins segja satt í Þjóðmenningarhúsinu enda eiðsvarnir. Þá hentaði ekki að geta þess að þegar sama fólk kom fyrir rannsóknarnefndina bar því að segja satt ellegar ætti það yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Umræðan um vitnaleiðslurnar var hins vegar hressandi. Sumir eru ferlega pirraðir og jafnvel reiðir yfir að ekkert vitnanna hafi tekið á sig sökina á hruninu og sagt einfaldlega: Þetta var mér að kenna. Afsakið. Bestir eru þó þeir sem hafa af visku sinni bent á að hvorki saksóknari né verjandi hafi spurt réttu spurninganna eða leitt fram réttu vitnin. Einkunnir fjölmiðla um frammistöðu einstakra vitna voru líka athyglisverðar. Lárus Welding var víst tilþrifalítill en það ku hafa verið völlur á Sigurjóni Árnasyni. Upp úr stendur samt að símasambandið við Kanada var slæmt þegar Halldór J. Kristjánsson var yfirheyrður. Það þarf að bæta úr því áður en við tökum upp Kanadadollar. Einhverjar vikur munu líða þar til dómur fellur. Ljóst er þó að margir hafa þegar fellt sinn prívat dóm og þurfti svo sem ekki réttarhöldin til. Þeir sem það hafa gert munu ekki taka dóm Landsdóms gildan falli hann ekki eftir þeirra höfði. Áfram verður fullyrt að Geir sé sekur þótt Landsdómur sýkni hann, og öfugt. Það er annars umhugsunarefni hvers vegna ákæra Alþingis var ekki víðtækari en hún í raun var. Ætli það hafi ekki hvarflað að mönnum að ákæra Geir fyrir að vera ekki í nægilega góðu sambandi við almættið? Honum varð allavega ekki að þeirri ósk sinni að Guð veitti Íslandi sérstaka blessun. Þegar þetta mál verður formlega út úr heiminum lýkur stuttum, afmörkuðum kafla í eftirhrunsmálum. Áfram burðumst við þó með þetta næstu ár; saksóknarinn stendur í sínum viðamiklu rannsóknum, slitastjórnirnar halda sínu striki og stjórnmálin munu hverfast um hrunið. Á þeim vettvangi verður áfram spurt hvers vegna enginn tók mark á Davíð sem sá jú hrunið fyrir eða hvers vegna tekið var mark á Davíð sem gaf jú bankana. Svona eftir því hvernig hjartað slær í fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun
Það var ekkert sérstaklega upplýsandi að fylgjast með réttarhöldunum í málinu gegn Geir H. Haarde. Flest sem þar var sagt kemur fram í 2.400 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sem áttu von á glænýjum upplýsingum sem varpa myndu nýju ljósi á hrunið og draga fram sannleikann eina í málinu urðu fyrir vonbrigðum. Kynt var undir væntingum, til dæmis, þegar afturköllunartillagan var rædd í þinginu. Hana mátti ekki samþykkja því þá fengjum við ekki yfirheyrslurnar yfir öllu lykilfólkinu í Landsdómi. Látið var eins og allir myndu loksins segja satt í Þjóðmenningarhúsinu enda eiðsvarnir. Þá hentaði ekki að geta þess að þegar sama fólk kom fyrir rannsóknarnefndina bar því að segja satt ellegar ætti það yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Umræðan um vitnaleiðslurnar var hins vegar hressandi. Sumir eru ferlega pirraðir og jafnvel reiðir yfir að ekkert vitnanna hafi tekið á sig sökina á hruninu og sagt einfaldlega: Þetta var mér að kenna. Afsakið. Bestir eru þó þeir sem hafa af visku sinni bent á að hvorki saksóknari né verjandi hafi spurt réttu spurninganna eða leitt fram réttu vitnin. Einkunnir fjölmiðla um frammistöðu einstakra vitna voru líka athyglisverðar. Lárus Welding var víst tilþrifalítill en það ku hafa verið völlur á Sigurjóni Árnasyni. Upp úr stendur samt að símasambandið við Kanada var slæmt þegar Halldór J. Kristjánsson var yfirheyrður. Það þarf að bæta úr því áður en við tökum upp Kanadadollar. Einhverjar vikur munu líða þar til dómur fellur. Ljóst er þó að margir hafa þegar fellt sinn prívat dóm og þurfti svo sem ekki réttarhöldin til. Þeir sem það hafa gert munu ekki taka dóm Landsdóms gildan falli hann ekki eftir þeirra höfði. Áfram verður fullyrt að Geir sé sekur þótt Landsdómur sýkni hann, og öfugt. Það er annars umhugsunarefni hvers vegna ákæra Alþingis var ekki víðtækari en hún í raun var. Ætli það hafi ekki hvarflað að mönnum að ákæra Geir fyrir að vera ekki í nægilega góðu sambandi við almættið? Honum varð allavega ekki að þeirri ósk sinni að Guð veitti Íslandi sérstaka blessun. Þegar þetta mál verður formlega út úr heiminum lýkur stuttum, afmörkuðum kafla í eftirhrunsmálum. Áfram burðumst við þó með þetta næstu ár; saksóknarinn stendur í sínum viðamiklu rannsóknum, slitastjórnirnar halda sínu striki og stjórnmálin munu hverfast um hrunið. Á þeim vettvangi verður áfram spurt hvers vegna enginn tók mark á Davíð sem sá jú hrunið fyrir eða hvers vegna tekið var mark á Davíð sem gaf jú bankana. Svona eftir því hvernig hjartað slær í fólki.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun