Hamingjan sanna! Teitur Guðmundsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Flest erum við að leita að hamingju, vellíðan og jákvæðu hugarfari og hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar í gegnum tíðina til að reyna að varpa ljósi á það hvernig við öðlumst hana. Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það kemur margt til og engin töfralausn fyrir þá sem ekki njóta lífsins. Þar sem hamingjan er skilgreind sem ástand eða líðan með jákvæðum tilfinningum sem geta verið frá ánægju til ofsagleði og er samsafn líffræðilegra, samfélagslegra, trúarlegra og heimspekilegra þátta gefur auga leið að við eigum erfitt með þetta hugtak. Þá er augljóst að einstaklingar hafa mismunandi skilning og upplifun og því verður öll umræða um hamingju mjög flókin og raunverulega óskiljanleg. Þekkt er í læknavísindum að ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á líðan, þeirra þekktastir eru þunglyndi og kvíði, streita getur einnig haft mikil áhrif en birtingarmynd hennar er okkur stundum hulin. Samskipti okkar, félagsleg staða, fjárhagslegt sjálfstæði og ekki síst fjölskylda, vinir og kunningjar leika ríkt hlutverk í því hvernig okkur líður. Þá má ekki gleyma vinnu, skóla og öðrum slíkum þáttum. Tökum nokkur dæmi um það hvernig við getum sjálf haft áhrif á líðan okkar; Hlustum á tónlist sem lætur okkur líða vel og tengist jákvæðum minningum. Reynum að lesa bækur og draga úr notkun sjónvarps og tölva. Fáum nægan svefn. Borðum feitan fisk og hnetur sem eru ríkar af omega 3-fitusýrum og vinna gegn hjarta og æðasjúkdómum. Borðaðu flókin kolvetnasambönd eins og gróft brauð, pasta og haframjöl en þau auka vellíðunarefnið serotonín í heila- og taugafrumum. Þá hafa þau jákvæð áhrif á blóðsykursstjórnun. Appelsínur og sítrusávextir eru ríkir af C-vítamíni, draga úr streituhormónum og styrkja ónæmiskerfið á sama tíma. Þá er gott að muna eftir spínati sem er ríkt af magnesíumi og járni auk A-vítamíns. Ég gæti auðvitað haldið áfram endalaust að benda ykkur á heilsusamlegt fæði en ekki má gleyma hreyfingunni sem er ekki síður mikilvæg og verður að vera reglubundin. Rannsóknir hafa sýnt að æfingar sem reyna á hjartað í 30-40 mínútur í einu 3-4 x í viku auka losun endorfína sem kalla mætti fíkniefni líkamans, draga úr blóðþrýstingi, auka brennslu og á þennan hátt vellíðan. Gefum okkur tíma til samveru og reynum eftir fremsta megni að draga úr neikvæðri streitu, hlæjum saman og förum út á meðal fólks ef þess er nokkur kostur. Vísindamenn í BNA sýndu fram á það að hitta ókunnuga, jafnvel bara stutta stund, myndi auka vellíðan einstaklinga til muna. Gott skap er smitandi og reyndu að vera jákvæð/ur og sjá björtu hliðarnar, jafnvel þótt það geti reynst afar erfitt á stundum. Þetta á sérstaklega við um yngra fólk, því sýnt hefur verið fram á það að eldri einstaklingar dragi fremur fram jákvæðar hliðar lífsins en þeir yngri. Hættu að reykja, þú ert bara önug/ur á meðan á því stendur, í kjölfarið líður þér betur en áður og hefur ekki samviskubit yfir svo heimskulegri iðju sem reykingar eru. Notaðu áfengi í hófi og ekki ánetjast fíkniefnum! Láttu fylgjast með almennri heilsu þinni og stundaðu þær forvarnir sem mögulegar eru í baráttunni við sjúkdóma, mein og hrörnun. Þetta hljómar allt mjög einfalt svona á blaði, en vittu til, þú ræður því sjálfur hvernig þér líður og hamingjan sanna ef það er ekki mikils virði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Flest erum við að leita að hamingju, vellíðan og jákvæðu hugarfari og hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar í gegnum tíðina til að reyna að varpa ljósi á það hvernig við öðlumst hana. Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það kemur margt til og engin töfralausn fyrir þá sem ekki njóta lífsins. Þar sem hamingjan er skilgreind sem ástand eða líðan með jákvæðum tilfinningum sem geta verið frá ánægju til ofsagleði og er samsafn líffræðilegra, samfélagslegra, trúarlegra og heimspekilegra þátta gefur auga leið að við eigum erfitt með þetta hugtak. Þá er augljóst að einstaklingar hafa mismunandi skilning og upplifun og því verður öll umræða um hamingju mjög flókin og raunverulega óskiljanleg. Þekkt er í læknavísindum að ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á líðan, þeirra þekktastir eru þunglyndi og kvíði, streita getur einnig haft mikil áhrif en birtingarmynd hennar er okkur stundum hulin. Samskipti okkar, félagsleg staða, fjárhagslegt sjálfstæði og ekki síst fjölskylda, vinir og kunningjar leika ríkt hlutverk í því hvernig okkur líður. Þá má ekki gleyma vinnu, skóla og öðrum slíkum þáttum. Tökum nokkur dæmi um það hvernig við getum sjálf haft áhrif á líðan okkar; Hlustum á tónlist sem lætur okkur líða vel og tengist jákvæðum minningum. Reynum að lesa bækur og draga úr notkun sjónvarps og tölva. Fáum nægan svefn. Borðum feitan fisk og hnetur sem eru ríkar af omega 3-fitusýrum og vinna gegn hjarta og æðasjúkdómum. Borðaðu flókin kolvetnasambönd eins og gróft brauð, pasta og haframjöl en þau auka vellíðunarefnið serotonín í heila- og taugafrumum. Þá hafa þau jákvæð áhrif á blóðsykursstjórnun. Appelsínur og sítrusávextir eru ríkir af C-vítamíni, draga úr streituhormónum og styrkja ónæmiskerfið á sama tíma. Þá er gott að muna eftir spínati sem er ríkt af magnesíumi og járni auk A-vítamíns. Ég gæti auðvitað haldið áfram endalaust að benda ykkur á heilsusamlegt fæði en ekki má gleyma hreyfingunni sem er ekki síður mikilvæg og verður að vera reglubundin. Rannsóknir hafa sýnt að æfingar sem reyna á hjartað í 30-40 mínútur í einu 3-4 x í viku auka losun endorfína sem kalla mætti fíkniefni líkamans, draga úr blóðþrýstingi, auka brennslu og á þennan hátt vellíðan. Gefum okkur tíma til samveru og reynum eftir fremsta megni að draga úr neikvæðri streitu, hlæjum saman og förum út á meðal fólks ef þess er nokkur kostur. Vísindamenn í BNA sýndu fram á það að hitta ókunnuga, jafnvel bara stutta stund, myndi auka vellíðan einstaklinga til muna. Gott skap er smitandi og reyndu að vera jákvæð/ur og sjá björtu hliðarnar, jafnvel þótt það geti reynst afar erfitt á stundum. Þetta á sérstaklega við um yngra fólk, því sýnt hefur verið fram á það að eldri einstaklingar dragi fremur fram jákvæðar hliðar lífsins en þeir yngri. Hættu að reykja, þú ert bara önug/ur á meðan á því stendur, í kjölfarið líður þér betur en áður og hefur ekki samviskubit yfir svo heimskulegri iðju sem reykingar eru. Notaðu áfengi í hófi og ekki ánetjast fíkniefnum! Láttu fylgjast með almennri heilsu þinni og stundaðu þær forvarnir sem mögulegar eru í baráttunni við sjúkdóma, mein og hrörnun. Þetta hljómar allt mjög einfalt svona á blaði, en vittu til, þú ræður því sjálfur hvernig þér líður og hamingjan sanna ef það er ekki mikils virði!
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun