Safnplata frá Bjartmari í sumar 12. mars 2012 10:00 Bjartmar gefur út safnplötu í sumar í tilefni sextugsafmælis síns. „Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er kominn tími á þetta," segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. „Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn," segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu. Þrátt fyrir að sextugsafmælið nálgist segist hann aldrei hafa verið í eins góðu formi. „Ég var fótbrotinn í 27 ár og kominn í stellingar um að þetta væri búið að vera. Svo fékk ég heilsuna og þá fór heilinn í gang. Það kom snillingur og hjálpaði mér og þegar maður fær heilsuna aftur þakkar maður fyrir hana hverja einustu mínútu sem maður á eftir lifað. Ég er fullur af ástríðu, bæði í ljóðum, lögum og málverkum." Bjartmar lagði nýverið grunn að tveimur nýjum lögum með hljómsveit sinni Bergrisarnir og verða þau gefin út á næstunni. Þau verða á næstu plötu sveitarinnar, sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Fyrsta plata Bjartmars og Bergrisanna, Skrýtin veröld, kom út fyrir jólin 2010 við mjög góðar undirtektir. Hún seldist í þúsundum eintaka og fékk góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. „Það gefur manni innblástur og kraft þegar platan manns fær svona góðar móttökur. Það hjálpar manni að halda ástríðunni fyrir verkefninu," segir Bjartmar, sem er himinlifandi með hljómsveitina sína sem er skipuð þeim Agli Erni Rafnssyni, Birki Rafni Gíslasyni og Halldóri Warén. „Ég er rosalega ánægður með þessa spilara."-fb
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira