Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni 7. mars 2012 16:00 Trommarinn Gunnlaugur Briem hitar mannskapinn upp á Gauki á Stöng á laugardagskvöld. Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira