Þrjár hljómsveitir í einni 6. mars 2012 14:00 Hljómsveitin Tilviljun? gefur út smáskífuna Vaktu og heldur útgáfutónleika í tilefni af því. „Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira