Breyttu stefi eftir kvörtun frá útgáfu White Stripes 2. mars 2012 15:00 Meg White og Jack White. „Það er búið að skipta laginu út. Nýju auglýsingarnar eru með öðru lagi. Þetta var bara svona gítarriff,“ segir Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu sem sér um markaðsmál fyrir smálánafyrirtækið Hraðpeningar. Útgáfurisinn EMI hafði samband við Hraðpeninga fyrir tæpum mánuði og kvartaði undan auglýsingastefi fyrirtækisins. Stefið þykir afar líkt kafla úr laginu Seven Nation Army með hljómsveitinni White Stripes, sem kom út á plötunni Elephant og var eitt af vinsælustu lögum ársins 2003. Hörður segir stefið hafa verið keypt af tónlistarmanni hér á landi. „Þeir gerðu athugasemd, fannst þetta of líkt. Við sögðum þetta ekki of líkt. En við ætlum ekki að standa í einhverri lagadeilu út af stefi í útvarpsauglýsingu. Þannig að við skiptum því út, þar með er málið búið,“ segir hann. Spurður hvort Hraðpeningar hafi þurft að greiða bætur til EMI eða White Stripes segir Hörður svo ekki vera. Geturðu sagt mér hvaða listamaður seldi ykkur lagið? „Ég ætla ekki að blanda öðrum inn í þetta.“ En er verið að reyna að líkja eftir öðru frægu popplagi í nýju auglýsingunum? „Nei, það er bara svona gítarriff.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það er búið að skipta laginu út. Nýju auglýsingarnar eru með öðru lagi. Þetta var bara svona gítarriff,“ segir Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu sem sér um markaðsmál fyrir smálánafyrirtækið Hraðpeningar. Útgáfurisinn EMI hafði samband við Hraðpeninga fyrir tæpum mánuði og kvartaði undan auglýsingastefi fyrirtækisins. Stefið þykir afar líkt kafla úr laginu Seven Nation Army með hljómsveitinni White Stripes, sem kom út á plötunni Elephant og var eitt af vinsælustu lögum ársins 2003. Hörður segir stefið hafa verið keypt af tónlistarmanni hér á landi. „Þeir gerðu athugasemd, fannst þetta of líkt. Við sögðum þetta ekki of líkt. En við ætlum ekki að standa í einhverri lagadeilu út af stefi í útvarpsauglýsingu. Þannig að við skiptum því út, þar með er málið búið,“ segir hann. Spurður hvort Hraðpeningar hafi þurft að greiða bætur til EMI eða White Stripes segir Hörður svo ekki vera. Geturðu sagt mér hvaða listamaður seldi ykkur lagið? „Ég ætla ekki að blanda öðrum inn í þetta.“ En er verið að reyna að líkja eftir öðru frægu popplagi í nýju auglýsingunum? „Nei, það er bara svona gítarriff.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira