Debet og kredit Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. mars 2012 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra á þingi fyrir stuttu um kostnað við Evrópusambandsaðild, þar á meðal við þátttöku í ýmsum sjóðum ESB og Seðlabanka Evrópu. Þetta var þörf fyrirspurn. Almenningur þarf að gera sér sem skýrasta mynd af því hvað aðild að ESB myndi kosta skattgreiðendur í beinhörðum framlögum og hvaða ávinning er líklegt að íslenzkt samfélag hafi af henni á móti. Kostnaðurinn við ESB-aðild hefur af og til komið til umræðu, en sú umræða hefur iðulega verið býsna þröng. Þannig komu fram tvær skýrslur á árunum 2002 og 2003, önnur á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og hin frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Í báðum skýrslum var niðurstaðan sú að Ísland myndi borga meira í sjóði ESB en það fengi til baka. Þetta varð ýmsum stjórnmálamönnum tilefni til að álykta að Ísland ætti ekkert erindi í þetta ríkjasamband, sem yrði skattgreiðendum svo dýrt. Málið þyrfti ekki að ræða frekar. Veruleikinn er hins vegar flóknari en þetta, eins og kemur fram í ýtarlegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga. Það sem ekki var tekið með í reikninginn fyrir áratug var til dæmis áhrifin af því ef Ísland tæki upp evruna. Það myndi spara Seðlabankanum gríðarlegar fjárhæðir, annars vegar vegna þess að miklu minni þörf yrði fyrir að hafa stóran gjaldeyrisforða og hins vegar vegna þess að Seðlabankinn fengi hlutdeild í myntsláttuhagnaði evruríkjanna. Í svari utanríkisráðherra er líka bent á að stærstur hluti almenns framlags Íslands til ESB muni skila sér til baka í formi styrkja til landbúnaðar, byggða- og atvinnumála, menntamála og vísindasamstarfs. Hugsanlega fái Ísland meira til baka en það leggur í sjóði sambandsins; það fari eftir útsjónarsemi Íslendinga við að sækja um stuðning í evrópska sjóði. Bent er á að hreinn fjárhagslegur ávinningur Íslands af vísinda- og menntasamstarfi við ESB undanfarin 15 ár hafi verið um 700 milljónir króna á ári. Einnig mætti nefna fordæmið úr norrænu samstarfi, sem lengst af hefur skilað Íslandi meiri fjármunum en sem nemur því sem ríkissjóður leggur af mörkum. Þá eru ótalin óbein áhrif af aðild að ESB á hag fólks og fyrirtækja á Íslandi og þar með á ríkissjóð. Í svari utanríkisráðherra er meðal annars bent á ávinning af lægri vöxtum sem fylgja myndu upptöku evru og Alþýðusambandið hefur metið til 15 milljarða ávinnings á ári fyrir íslenzk heimili, að erlend fjárfesting hefur aukizt í ríkjum sem ganga í ESB, að markaðsaðgangur fyrir fullunnar sjávarafurðir Íslendinga myndi batna og að viðskiptakostnaður, einkum fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki, minnkar við upptöku evru. Vandinn við að meta kostnað og ávinning af ESB-aðild er að auðveldast er að meta beinan kostnað; um hann verður samið í aðildarviðræðunum. Erfiðara er að meta hvað kemur til baka úr sjóðum ESB, meðal annars vegna þess að það byggist á frumkvæði og útsjónarsemi Íslendinga sjálfra. Og erfiðast er að meta óbeinu efnahagslegu áhrifin. Engu að síður er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, bæði debet og kredit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra á þingi fyrir stuttu um kostnað við Evrópusambandsaðild, þar á meðal við þátttöku í ýmsum sjóðum ESB og Seðlabanka Evrópu. Þetta var þörf fyrirspurn. Almenningur þarf að gera sér sem skýrasta mynd af því hvað aðild að ESB myndi kosta skattgreiðendur í beinhörðum framlögum og hvaða ávinning er líklegt að íslenzkt samfélag hafi af henni á móti. Kostnaðurinn við ESB-aðild hefur af og til komið til umræðu, en sú umræða hefur iðulega verið býsna þröng. Þannig komu fram tvær skýrslur á árunum 2002 og 2003, önnur á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og hin frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Í báðum skýrslum var niðurstaðan sú að Ísland myndi borga meira í sjóði ESB en það fengi til baka. Þetta varð ýmsum stjórnmálamönnum tilefni til að álykta að Ísland ætti ekkert erindi í þetta ríkjasamband, sem yrði skattgreiðendum svo dýrt. Málið þyrfti ekki að ræða frekar. Veruleikinn er hins vegar flóknari en þetta, eins og kemur fram í ýtarlegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga. Það sem ekki var tekið með í reikninginn fyrir áratug var til dæmis áhrifin af því ef Ísland tæki upp evruna. Það myndi spara Seðlabankanum gríðarlegar fjárhæðir, annars vegar vegna þess að miklu minni þörf yrði fyrir að hafa stóran gjaldeyrisforða og hins vegar vegna þess að Seðlabankinn fengi hlutdeild í myntsláttuhagnaði evruríkjanna. Í svari utanríkisráðherra er líka bent á að stærstur hluti almenns framlags Íslands til ESB muni skila sér til baka í formi styrkja til landbúnaðar, byggða- og atvinnumála, menntamála og vísindasamstarfs. Hugsanlega fái Ísland meira til baka en það leggur í sjóði sambandsins; það fari eftir útsjónarsemi Íslendinga við að sækja um stuðning í evrópska sjóði. Bent er á að hreinn fjárhagslegur ávinningur Íslands af vísinda- og menntasamstarfi við ESB undanfarin 15 ár hafi verið um 700 milljónir króna á ári. Einnig mætti nefna fordæmið úr norrænu samstarfi, sem lengst af hefur skilað Íslandi meiri fjármunum en sem nemur því sem ríkissjóður leggur af mörkum. Þá eru ótalin óbein áhrif af aðild að ESB á hag fólks og fyrirtækja á Íslandi og þar með á ríkissjóð. Í svari utanríkisráðherra er meðal annars bent á ávinning af lægri vöxtum sem fylgja myndu upptöku evru og Alþýðusambandið hefur metið til 15 milljarða ávinnings á ári fyrir íslenzk heimili, að erlend fjárfesting hefur aukizt í ríkjum sem ganga í ESB, að markaðsaðgangur fyrir fullunnar sjávarafurðir Íslendinga myndi batna og að viðskiptakostnaður, einkum fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki, minnkar við upptöku evru. Vandinn við að meta kostnað og ávinning af ESB-aðild er að auðveldast er að meta beinan kostnað; um hann verður samið í aðildarviðræðunum. Erfiðara er að meta hvað kemur til baka úr sjóðum ESB, meðal annars vegna þess að það byggist á frumkvæði og útsjónarsemi Íslendinga sjálfra. Og erfiðast er að meta óbeinu efnahagslegu áhrifin. Engu að síður er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, bæði debet og kredit.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun