Með skítinn upp að hárlínu Atli Fannar Bjarkason skrifar 25. febrúar 2012 06:00 Einu sinni var það regla frekar en undantekning að fólk ritaði skoðanir sínar á vefsíður undir dulnefni. Það voru ömurlegir tímar. Svo kom Facebook til sögunnar og kynnti sérstaka tengingu við vefsíður, sem gerir fólki kleift að nota aðgang sinn að samskiptasíðunni til að rita ummæli undir fullu nafni. Vissulega var það mikið framfaraskref, en þegar ummælakerfi fréttasíða eru skoðuð sést að þau eru lítið annað en sorglegur vitnisburður um tilraun sem mistókst. Bandaríska söngvaskáldið John Grant syngur lagið Queen of Denmark á samnefndri plötu sem kom út fyrir tveimur árum. Upphafslínur lagsins segja ótrúlega margt um fólk sem tjáir sig ótrúlega mikið á netinu um ótrúlega mörg mál: I wanted to change the world / but I could not even change my underwear / and when the shit got really really out of hand / I had it all the way up to my hairline… Fólk sem básúnar vanhugsaðar skoðanir sínar á málefnum, eftir að hafa heyrt um þau frá vini sem á frænku sem las í mesta lagi fyrirsögn fréttar, minnir okkur á að tjáningarfrelsið var fundið upp langt á undan internetinu. Þegar réttur fólks til að segja skoðun sína óhindrað var skrásettur óraði engan fyrir því að tól á borð við Facebook myndi opinbera heimsku mannsins jafn harkalega og raun ber vitni. stór hluti af því sem er gert opinbert með hjálp Facebook eru nefnilega ummæli sem myndu aldrei líta dagsins ljós án hjálpar samskiptavefsins. Þetta eru skoðanir sem viðkomandi myndi muldra í hálfhljóði með sjálfum sér eftir að hafa hlustað á fréttirnar. Þeir allra jafnvægisskertustu myndu hringja í útvarpsþátt til að opinbera ömurlegar skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Flestir hafa aðgang að upplýsingahimnaríkinu sem veraldarvefurinn er. Netið hefur gefið venjulegu fólki tækifæri til að fræðast um hvað sem er, hvenær sem er á eigin forsendum. Sé netið notað rétt er það beittasta vopn í baráttunni um aukið frelsi, á flestum sviðum, sem almenningur hefur fengið í hendurnar í áraraðir. En það er auðvelt að skera sig á jafn beittu vopni og það er sárt að sjá svo ótrúlegan fjölda fólks fara jafn illa með það og raun ber vitni. Sérstaklega þegar kemur að því að stilla sér upp gegn fórnarlambi perverts sem var einu sinni ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Einu sinni var það regla frekar en undantekning að fólk ritaði skoðanir sínar á vefsíður undir dulnefni. Það voru ömurlegir tímar. Svo kom Facebook til sögunnar og kynnti sérstaka tengingu við vefsíður, sem gerir fólki kleift að nota aðgang sinn að samskiptasíðunni til að rita ummæli undir fullu nafni. Vissulega var það mikið framfaraskref, en þegar ummælakerfi fréttasíða eru skoðuð sést að þau eru lítið annað en sorglegur vitnisburður um tilraun sem mistókst. Bandaríska söngvaskáldið John Grant syngur lagið Queen of Denmark á samnefndri plötu sem kom út fyrir tveimur árum. Upphafslínur lagsins segja ótrúlega margt um fólk sem tjáir sig ótrúlega mikið á netinu um ótrúlega mörg mál: I wanted to change the world / but I could not even change my underwear / and when the shit got really really out of hand / I had it all the way up to my hairline… Fólk sem básúnar vanhugsaðar skoðanir sínar á málefnum, eftir að hafa heyrt um þau frá vini sem á frænku sem las í mesta lagi fyrirsögn fréttar, minnir okkur á að tjáningarfrelsið var fundið upp langt á undan internetinu. Þegar réttur fólks til að segja skoðun sína óhindrað var skrásettur óraði engan fyrir því að tól á borð við Facebook myndi opinbera heimsku mannsins jafn harkalega og raun ber vitni. stór hluti af því sem er gert opinbert með hjálp Facebook eru nefnilega ummæli sem myndu aldrei líta dagsins ljós án hjálpar samskiptavefsins. Þetta eru skoðanir sem viðkomandi myndi muldra í hálfhljóði með sjálfum sér eftir að hafa hlustað á fréttirnar. Þeir allra jafnvægisskertustu myndu hringja í útvarpsþátt til að opinbera ömurlegar skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Flestir hafa aðgang að upplýsingahimnaríkinu sem veraldarvefurinn er. Netið hefur gefið venjulegu fólki tækifæri til að fræðast um hvað sem er, hvenær sem er á eigin forsendum. Sé netið notað rétt er það beittasta vopn í baráttunni um aukið frelsi, á flestum sviðum, sem almenningur hefur fengið í hendurnar í áraraðir. En það er auðvelt að skera sig á jafn beittu vopni og það er sárt að sjá svo ótrúlegan fjölda fólks fara jafn illa með það og raun ber vitni. Sérstaklega þegar kemur að því að stilla sér upp gegn fórnarlambi perverts sem var einu sinni ráðherra.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun