Hvað næst? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þrátt fyrir ágætan vilja um nokkurra áratuga skeið þá hefur ekki tekist að ná samstöðu um nýja stjórnarskrá eða verulegar breytingar á þeirri sem fyrir er. Stjórnlagaþing, sem eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga var breytt í stjórnlagaráð, var því góð hugmynd: að fá breiðan hóp af fólki til að koma að hreinu borði til að smíða frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Vinna stjórnlagaráðs var einnig til fyrirmyndar. Þar vann fólk vel og af heilum hug að því að ná sameiginlegri niðurstöðu. Jafnljóst er að slíkt grundvallarplagg sem stjórnarskrá er verður aldrei fullsamið á fáeinum mánuðum og er þá í engu verið að varpa rýrð á þá vinnu sem unnin var í stjórnlagaráði. Engu að síður stóðu væntingar ýmissa, ekki síst stjórnlagaráðsfulltrúa sjálfra, til þess að litið yrði á lokaafurð stjórnlagaþingsins, stjórnlagafrumvarpið sem fullfrágengna stjórnarskrá tilbúna til þess að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ábyrgðin á verkefninu er þó alltaf hjá Alþingi. Þess vegna er spurning hvort ekki sé verið að snúa hlutverkum á hvolf með því að kalla saman stjórnlagaráð að nýju til að leggja blessun sína á meðferð Alþingis á frumvarpi ráðsins. Það liggur fyrir samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að það er verkefni Alþingis að samþykkja nýja. Þingið valdi að fela 25 manna hópi að semja frumvarp til stjórnskipunarlaga en láðist að negla niður og skrá á nægjanlega nákvæman og skýran hátt þann farveg sem svo tæki við. Skortur á skýrleika um hlutverk stjórnlagaráðs hefur verið vatn á myllu þeirra sem frá upphafi voru andsnúnir hugmyndinni um að óbundinn hópur utan þings kæmi að því að leggja grundvöllinn að nýrri stjórnarskrá. Umræða um vinnsluferil fyrirhugaðrar stjórnarskrár kemur inntaki hennar hins vegar að litlu gagni. Fyrir stjórnarskrá sem á að geta staðið í áratugi væri mun gagnlegra að umræðan snerist um innihald tillagna stjórnlagaráðs. Það er vissulega brýnt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem heldur og getur helst staðið í gegnum meirihluta 21. aldarinnar. Það er einnig og ekki síður afar brýnt að um þá stjórnarskrá ríki góð sátt. Til að svo geti orðið þá verður þetta grundvallarplagg stjórnskipunarinnar að vera vel ígrundað og vel skrifað. Stjórnlagaráð hefur lagt þar fram veigamikla grundvallarvinnu. Þeirri vinnu verður að halda áfram á uppbyggilegum nótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þrátt fyrir ágætan vilja um nokkurra áratuga skeið þá hefur ekki tekist að ná samstöðu um nýja stjórnarskrá eða verulegar breytingar á þeirri sem fyrir er. Stjórnlagaþing, sem eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga var breytt í stjórnlagaráð, var því góð hugmynd: að fá breiðan hóp af fólki til að koma að hreinu borði til að smíða frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Vinna stjórnlagaráðs var einnig til fyrirmyndar. Þar vann fólk vel og af heilum hug að því að ná sameiginlegri niðurstöðu. Jafnljóst er að slíkt grundvallarplagg sem stjórnarskrá er verður aldrei fullsamið á fáeinum mánuðum og er þá í engu verið að varpa rýrð á þá vinnu sem unnin var í stjórnlagaráði. Engu að síður stóðu væntingar ýmissa, ekki síst stjórnlagaráðsfulltrúa sjálfra, til þess að litið yrði á lokaafurð stjórnlagaþingsins, stjórnlagafrumvarpið sem fullfrágengna stjórnarskrá tilbúna til þess að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ábyrgðin á verkefninu er þó alltaf hjá Alþingi. Þess vegna er spurning hvort ekki sé verið að snúa hlutverkum á hvolf með því að kalla saman stjórnlagaráð að nýju til að leggja blessun sína á meðferð Alþingis á frumvarpi ráðsins. Það liggur fyrir samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að það er verkefni Alþingis að samþykkja nýja. Þingið valdi að fela 25 manna hópi að semja frumvarp til stjórnskipunarlaga en láðist að negla niður og skrá á nægjanlega nákvæman og skýran hátt þann farveg sem svo tæki við. Skortur á skýrleika um hlutverk stjórnlagaráðs hefur verið vatn á myllu þeirra sem frá upphafi voru andsnúnir hugmyndinni um að óbundinn hópur utan þings kæmi að því að leggja grundvöllinn að nýrri stjórnarskrá. Umræða um vinnsluferil fyrirhugaðrar stjórnarskrár kemur inntaki hennar hins vegar að litlu gagni. Fyrir stjórnarskrá sem á að geta staðið í áratugi væri mun gagnlegra að umræðan snerist um innihald tillagna stjórnlagaráðs. Það er vissulega brýnt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem heldur og getur helst staðið í gegnum meirihluta 21. aldarinnar. Það er einnig og ekki síður afar brýnt að um þá stjórnarskrá ríki góð sátt. Til að svo geti orðið þá verður þetta grundvallarplagg stjórnskipunarinnar að vera vel ígrundað og vel skrifað. Stjórnlagaráð hefur lagt þar fram veigamikla grundvallarvinnu. Þeirri vinnu verður að halda áfram á uppbyggilegum nótum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun