Þýsk Mercury-sveit til Íslands 21. febrúar 2012 07:00 Johnny Zatylny bregður sér í hlutverk Freddie Mercuy og þykir gera það sérlega vel. Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. MerQury hefur verið starfandi síðan 1991 og hefur komið fram á um tvö þúsund tónleikum. Það er hinn kanadíski Johnny Zatylny sem bregður sér í hlutverk söngvarans sáluga Freddie Mercury og þykir gera það einkar vel. „Þetta er geggjað dæmi. Það er eins og þú sért að horfa á Freddie Mercury á sviðinu í gyllta búningnum," segir tónleikahaldarinn Sigurður Kolbeinsson. „Þeir hafa haldið rétt rúmar tvö þúsund sýningar og hafa spilað í 21 ár samfleytt og þeir eru mjög öflugir á tónleikum." Stutt er síðan sveitin spilaði í Horsens í Danmörku og þóttu tónleikarnir heppnast sérlega vel. Í fyrra voru liðin tuttugu ár síðan Freddie Mercury dó og af því tilefni voru haldnir fernir tónleikar í Hörpu. Þeir heppnuðust svo vel að ákveðið var að halda aukatónleika í Hörpu 18. apríl, eða aðeins ellefu dögum eftir MerQury-tónleikana í Laugardalshöll. „Það er óheppilegt að þetta skuli vera á sama tíma," segir Sigurður, spurður út í hina tónleikana. Miðasala á Mercury hefst í dag kl. 10 á Midi.is. -fb Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. MerQury hefur verið starfandi síðan 1991 og hefur komið fram á um tvö þúsund tónleikum. Það er hinn kanadíski Johnny Zatylny sem bregður sér í hlutverk söngvarans sáluga Freddie Mercury og þykir gera það einkar vel. „Þetta er geggjað dæmi. Það er eins og þú sért að horfa á Freddie Mercury á sviðinu í gyllta búningnum," segir tónleikahaldarinn Sigurður Kolbeinsson. „Þeir hafa haldið rétt rúmar tvö þúsund sýningar og hafa spilað í 21 ár samfleytt og þeir eru mjög öflugir á tónleikum." Stutt er síðan sveitin spilaði í Horsens í Danmörku og þóttu tónleikarnir heppnast sérlega vel. Í fyrra voru liðin tuttugu ár síðan Freddie Mercury dó og af því tilefni voru haldnir fernir tónleikar í Hörpu. Þeir heppnuðust svo vel að ákveðið var að halda aukatónleika í Hörpu 18. apríl, eða aðeins ellefu dögum eftir MerQury-tónleikana í Laugardalshöll. „Það er óheppilegt að þetta skuli vera á sama tíma," segir Sigurður, spurður út í hina tónleikana. Miðasala á Mercury hefst í dag kl. 10 á Midi.is. -fb
Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira