Melódísk og tregafull Trausti Júlíusson skrifar 16. febrúar 2012 21:00 Low Roar. Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira