Ekki bara snjall lagasmiður 9. febrúar 2012 07:30 Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Emeli Sandé gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu, Our Version of Events. Þessi 24 ára söngkona er rísandi stjarna í Bretlandi og bíða margir spenntir eftir því hvernig ferill hennar fer af stað. Adele Emeli Sandé fæddist í Aberdeen í Skotlandi og var snemma hvött af sambískum föður sínum til að læra á hljóðfæri. Hún spilaði á klarinett og píanó og samdi einnig sín eigin lög og flutti. Hún lærði læknisfræði við háskólann í Glasgow en hætti á fjórða ári og ákvað að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hún gerði samning sem lagahöfundur við stórfyrirtækið EMI og eftir að hafa hitt upptökustjórann Naughty Boy byrjuðu þau að vinna saman að nokkrum lögum. Eitt þeirra var Diamond Rings með enska rapparanum Chipmunk, þar sem Sandé var gestasöngvari. Lagið komst á topp tíu á breska vinsældarlistanum og vegur Sandé fór vaxandi. Hún hélt áfram að semja fyrir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Cheryl Cole, Susan Boyle, Leona Lewis og Professor Green. Á síðasta ári gerði Sandé svo annan samning við EMI og í þetta sinn var stefnan sett á hennar fyrstu sólóplötu, sem núna er að líta dagsins ljós. Sandé, sem ákvað að losa sig við Adele-nafnið eftir að Adele sló í gegn, er góð söngkona en þrátt fyrir það bjóst hún ekki við því að fá tækifæri til að syngja sitt eigið efni. Hún óttaðist að festast í hlutverki lagahöfundar en miðað við smáskífulögin sem hún hefur sent frá sér, þar á meðal Heaven, er ljóst að þarna er á ferðinni áhugaverð söngkona með sérstakan stíl þar sem blandað er saman R&B, djassi og sálartónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru Nina Simone og Aretha Franklin, auk þess sem Massive Attack og Joni Mitchell hafa verið nefnd til sögunnar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að Sandé hefði hlotið hin virtu gagnrýnendaverðlaun Brit-verðlaunanna en hátíðin sjálf verður haldin síðar í þessum mánuði. Hún hefur einnig verið tilnefnd sem besti nýi flytjandinn og keppir þar við Anna Calvi, Ed Sheeran, Jessie J og bresk-íslensku rokkarana í The Vaccines.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Emeli Sandé gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu, Our Version of Events. Þessi 24 ára söngkona er rísandi stjarna í Bretlandi og bíða margir spenntir eftir því hvernig ferill hennar fer af stað. Adele Emeli Sandé fæddist í Aberdeen í Skotlandi og var snemma hvött af sambískum föður sínum til að læra á hljóðfæri. Hún spilaði á klarinett og píanó og samdi einnig sín eigin lög og flutti. Hún lærði læknisfræði við háskólann í Glasgow en hætti á fjórða ári og ákvað að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hún gerði samning sem lagahöfundur við stórfyrirtækið EMI og eftir að hafa hitt upptökustjórann Naughty Boy byrjuðu þau að vinna saman að nokkrum lögum. Eitt þeirra var Diamond Rings með enska rapparanum Chipmunk, þar sem Sandé var gestasöngvari. Lagið komst á topp tíu á breska vinsældarlistanum og vegur Sandé fór vaxandi. Hún hélt áfram að semja fyrir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Cheryl Cole, Susan Boyle, Leona Lewis og Professor Green. Á síðasta ári gerði Sandé svo annan samning við EMI og í þetta sinn var stefnan sett á hennar fyrstu sólóplötu, sem núna er að líta dagsins ljós. Sandé, sem ákvað að losa sig við Adele-nafnið eftir að Adele sló í gegn, er góð söngkona en þrátt fyrir það bjóst hún ekki við því að fá tækifæri til að syngja sitt eigið efni. Hún óttaðist að festast í hlutverki lagahöfundar en miðað við smáskífulögin sem hún hefur sent frá sér, þar á meðal Heaven, er ljóst að þarna er á ferðinni áhugaverð söngkona með sérstakan stíl þar sem blandað er saman R&B, djassi og sálartónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru Nina Simone og Aretha Franklin, auk þess sem Massive Attack og Joni Mitchell hafa verið nefnd til sögunnar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að Sandé hefði hlotið hin virtu gagnrýnendaverðlaun Brit-verðlaunanna en hátíðin sjálf verður haldin síðar í þessum mánuði. Hún hefur einnig verið tilnefnd sem besti nýi flytjandinn og keppir þar við Anna Calvi, Ed Sheeran, Jessie J og bresk-íslensku rokkarana í The Vaccines.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira