Sjaldan fellur eplið ... Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2012 10:45 Tree of Life. Herbertson. „Long live love/long live life/long live happiness/and may all your dreams come true". Svona hljómar viðlagið í Long Live The King á plötunni Tree of Life með Herbertson, hljómsveit þeirra feðga Herberts Guðmundssonar og Svans Herbertssonar sem áttu einmitt lag í Eurovision-forkeppninni um daginn. Tree of Life kom út seint á síðasta ári og, eins og fyrrnefnt viðlag er dæmi um, er hún full af jákvæðum og uppbyggjandi boðskap. Feðgarnir semja öll lög og texta á plötunni, saman eða í hvor í sínu lagi. Þeir flytja líka tónlistina, Herbert syngur bróðurpart laganna, en Svanur spilar á hljómborð og syngur afganginn. Auk þeirra koma nokkrir þungavigtarmenn úr íslensku popplífi við sögu, þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hübner, Gulli Briem og Stefán Magnússon. Herbert er þekktur fyrir vandlega útsett og hljómmikið popp. Hann sprakk út á níunda áratugnum og tónlistin á nýju plötunni byggir á sama grunni og plötur Herberts frá þeim tíma, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Þó að lagasmíðarnar séu missterkar, þá er Lífstréð á heildina litið fín plata, sem aðdáendur Herberts ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Niðurstaða: Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tree of Life. Herbertson. „Long live love/long live life/long live happiness/and may all your dreams come true". Svona hljómar viðlagið í Long Live The King á plötunni Tree of Life með Herbertson, hljómsveit þeirra feðga Herberts Guðmundssonar og Svans Herbertssonar sem áttu einmitt lag í Eurovision-forkeppninni um daginn. Tree of Life kom út seint á síðasta ári og, eins og fyrrnefnt viðlag er dæmi um, er hún full af jákvæðum og uppbyggjandi boðskap. Feðgarnir semja öll lög og texta á plötunni, saman eða í hvor í sínu lagi. Þeir flytja líka tónlistina, Herbert syngur bróðurpart laganna, en Svanur spilar á hljómborð og syngur afganginn. Auk þeirra koma nokkrir þungavigtarmenn úr íslensku popplífi við sögu, þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hübner, Gulli Briem og Stefán Magnússon. Herbert er þekktur fyrir vandlega útsett og hljómmikið popp. Hann sprakk út á níunda áratugnum og tónlistin á nýju plötunni byggir á sama grunni og plötur Herberts frá þeim tíma, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Þó að lagasmíðarnar séu missterkar, þá er Lífstréð á heildina litið fín plata, sem aðdáendur Herberts ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Niðurstaða: Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira