Tónkennsla Bjarkar til Queens 31. janúar 2012 11:00 Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur er á leið til Queens í New York. Vísir/Getty Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn. Verkefninu var fyrst hrint úr vör á Íslandi í tengslum við tónleikaröð Bjarkar í Hörpu síðastliðið haust og hlaut góðar viðtökur. Í viðtali við Wall Street Journal segir Björk að ætlunin sé að taka tónlistarkennslu úr bóklegu umhverfi grunnskólanna og gera hana að líkamlegri og andlegri upplifun. Þátttakendur námskeiðsins munu semja eigin lög og nota til þess smáforrit eða svokallað „app“ sem tónlistarkonan skapaði fyrir plötuna Biophilia. Hugmyndin að verkefninu er sprottin upp úr gömlum draumi Bjarkar sem kveðst líta á sjálfa sig sem svekktan tónlistarkennara. Björk mun þó ekki sjá um kennsluna sjálf þar sem hún heldur sex tónleika í New York á sama tíma. Vonir standa til að verkefnið haldi áfram að stækka og dafna og að hvert land og hver borg þrói það á sinn hátt. „Hugmyndin á bak við verkefnið er ekki sú að fastmóta nokkuð, þetta er aðeins uppástunga um hvernig megi breyta tónlistarkennslu og gera hana líkamlegri,“ sagði Björk í viðtali við Wall Street Journal. Björk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn. Verkefninu var fyrst hrint úr vör á Íslandi í tengslum við tónleikaröð Bjarkar í Hörpu síðastliðið haust og hlaut góðar viðtökur. Í viðtali við Wall Street Journal segir Björk að ætlunin sé að taka tónlistarkennslu úr bóklegu umhverfi grunnskólanna og gera hana að líkamlegri og andlegri upplifun. Þátttakendur námskeiðsins munu semja eigin lög og nota til þess smáforrit eða svokallað „app“ sem tónlistarkonan skapaði fyrir plötuna Biophilia. Hugmyndin að verkefninu er sprottin upp úr gömlum draumi Bjarkar sem kveðst líta á sjálfa sig sem svekktan tónlistarkennara. Björk mun þó ekki sjá um kennsluna sjálf þar sem hún heldur sex tónleika í New York á sama tíma. Vonir standa til að verkefnið haldi áfram að stækka og dafna og að hvert land og hver borg þrói það á sinn hátt. „Hugmyndin á bak við verkefnið er ekki sú að fastmóta nokkuð, þetta er aðeins uppástunga um hvernig megi breyta tónlistarkennslu og gera hana líkamlegri,“ sagði Björk í viðtali við Wall Street Journal.
Björk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira