Loðnar nótur Jónas Sen skrifar 30. janúar 2012 21:00 Tinna Þorsteinsdóttir. Tónlist. Tinna Þorsteinsdóttir. Píanóverk eftir Kjartan Ólafsson, Önnu S. Þorvaldsdóttur, Davíð Brynjar Franzson, Jónas Tómasson, Hafdísi Bjarnadóttur og Áka Ásgeirsson. Myrkir músíkdagar í Hörpu. Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur. Tækni píanóleikarans vafðist líka dálítið fyrir. Í nokkrum tónsmíðum þurfti að spila hratt, og af töluverðri snerpu. Hyrnan II eftir Hafdísi Bjarnadóttur var þannig verk. Einnig Mozaik VI eftir Kjartan Ólafsson. Og líka Jökla og Embla eftir Jónas Tómasson. Í öllum þessum verkum voru hröðu nóturnar óskýrar. Pedalnotkun Tinnu hefði mátt vera talsvert minni. Verkin sjálf voru upp og ofan. Ég hef heyrt þau betri eftir Kjartan. Það sem nú var á dagskránni virkaði sundurlaust. Sömuleiðis var Scape eftir Önnu Þorvaldsdóttur klisjukennt. Mikið var um langa, liggjandi hljóma og yfir þeim flutu hraðar nótnahendingar í diskantinum. Maður hefur heyrt þetta áður. Kannski voru hröðu nóturnar ekki nógu vel leiknar. Verk Jónasar var meira sannfærandi. Það byrjaði á hálfrómantískum nótum, en hvarf fljótlega inn í óræða kyrrð sem var grípandi. Einnig voru síendurteknar nótur í The Negotiation of Context eftir Davíð Brynjar Franzson skemmtilegar. Tinna naut þar aðstoðar Franks Aarnink slagverksleikara, sem gerði allt mögulegt við strengi píanósins á meðan Tinna spilaði. Útkoman var blæbrigðarík og heillandi. Ég hugsa líka að tónsmíð Hafdísar sé ágæt, lífleg og spennandi. Hún var bara ekki almennilega spiluð. Í lokin flutti Tinna verk eftir Áka Ásgeirsson þar sem skjáhvíluleg grafík á stórum skjá sagði fyrir um hvaða nótur ætti að spila. Sú hugmynd er orðin ósköp þreytt, og eftir því þreytandi. Niðurstaða: Tæknivandamál einkenndu tónleikana, og sum verkin voru slöpp. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Tinna Þorsteinsdóttir. Píanóverk eftir Kjartan Ólafsson, Önnu S. Þorvaldsdóttur, Davíð Brynjar Franzson, Jónas Tómasson, Hafdísi Bjarnadóttur og Áka Ásgeirsson. Myrkir músíkdagar í Hörpu. Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur. Tækni píanóleikarans vafðist líka dálítið fyrir. Í nokkrum tónsmíðum þurfti að spila hratt, og af töluverðri snerpu. Hyrnan II eftir Hafdísi Bjarnadóttur var þannig verk. Einnig Mozaik VI eftir Kjartan Ólafsson. Og líka Jökla og Embla eftir Jónas Tómasson. Í öllum þessum verkum voru hröðu nóturnar óskýrar. Pedalnotkun Tinnu hefði mátt vera talsvert minni. Verkin sjálf voru upp og ofan. Ég hef heyrt þau betri eftir Kjartan. Það sem nú var á dagskránni virkaði sundurlaust. Sömuleiðis var Scape eftir Önnu Þorvaldsdóttur klisjukennt. Mikið var um langa, liggjandi hljóma og yfir þeim flutu hraðar nótnahendingar í diskantinum. Maður hefur heyrt þetta áður. Kannski voru hröðu nóturnar ekki nógu vel leiknar. Verk Jónasar var meira sannfærandi. Það byrjaði á hálfrómantískum nótum, en hvarf fljótlega inn í óræða kyrrð sem var grípandi. Einnig voru síendurteknar nótur í The Negotiation of Context eftir Davíð Brynjar Franzson skemmtilegar. Tinna naut þar aðstoðar Franks Aarnink slagverksleikara, sem gerði allt mögulegt við strengi píanósins á meðan Tinna spilaði. Útkoman var blæbrigðarík og heillandi. Ég hugsa líka að tónsmíð Hafdísar sé ágæt, lífleg og spennandi. Hún var bara ekki almennilega spiluð. Í lokin flutti Tinna verk eftir Áka Ásgeirsson þar sem skjáhvíluleg grafík á stórum skjá sagði fyrir um hvaða nótur ætti að spila. Sú hugmynd er orðin ósköp þreytt, og eftir því þreytandi. Niðurstaða: Tæknivandamál einkenndu tónleikana, og sum verkin voru slöpp.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira