Rembingur er fyrirlitlegur 28. janúar 2012 11:00 Villi naglbítur hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið í vinsælum barnaþáttum og kvikmyndum ásamt Sveppa, sinnt útvarpsmennsku og haldið sýningar á málverkum sínum. Hann segist ekki viss hvort 200.000 naglbítar geri nýja plötu í bráð, en það kæmi honum ekki á óvart. Fréttablaðið/pjetur Ég hef búið í Reykjavík í fjórtán ár, þar af tólf ár hér í Þingholtunum, en samt rata ég enn ferlega illa hér. Ég bý hérna rétt hjá og sonur minn er í leikskóla í næstu götu, en samt villtist ég á leiðinni,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, einnig þekktur sem Villi naglbítur, þegar hann kemur örlítið of seint á fund blaðamanns í koníaksstofu Hótel Holts á snjóþyngsta kvöldi síðustu áratuga í borginni. Naglbíts-gælunafnið er dregið af hljómsveitinni 200.000 naglbítar sem Villi hefur veitt forstöðu síðan á unglingsárum, en hann hefur verið áberandi á hinum ýmsu listasviðum síðustu fimmtán árin eða svo. Hann er líka mikill veiðiáhugamaður, sem vekur upp spurninguna hvort ekki skaði í slíkum æfingum að vera áttavilltur. „Ég er mikill sveimhugi og margir telja að ég hljóti að vera með athyglisbrest eða eitthvað slíkt. Það getur vel verið, en ef ég þarf að fókusa þá er það ekkert mál. Í krísum er ég mjög yfirvegaður og hef til að mynda fulla trú á sjálfum mér í hjálp í viðlögum og slíku, en ég get verið voðalega utan við mig. Ég vann einu sinni sem pitsusendill á Akureyri og var sá lélegasti sem sögur fara af. Ég rataði ekki neitt og keyrði bara eitthvert út í bláinn, þangað til eigandinn hringdi og sagði mér að koma til baka þar sem löngu væri búið að senda aðra pitsu.“ Píni mig ekki í plötugerðHeil níu ár eru liðin síðan síðasta plata 200.000 naglbíta með nýjum lögum, Hjartagull, kom út. Í millitíðinni sendi sveitin frá sér breiðskífu með Lúðrasveit verkalýðsins en hóf nýja árið í stúdíói við upptökur á spánnýju lagi, Í mararskauti mjúku, sem byrjað er að hljóma á öldum ljósvakans. Er ný plata á leiðinni? „Við höfum ekki ákveðið neitt um það. Það var frábært að taka upp nýja lagið, en það kæmi mér jafnmikið á óvart ef við gerðum plötu og ef við gerðum það ekki. Við höfum alla tíð tekið eitt skref í einu, aldrei gert nein súperplön, og raunar kann ég sjálfur best við að hafa hlutina þannig. Mér finnst betra að hlutirnir annað hvort gerist eða gerist ekki. Auðvitað er nauðsynlegt á köflum að bretta upp ermarnar og berja hlutina í gegn, en maður á ekki að pína sig í að gefa út plötu. Það þykir mér asnalegt, því þetta er og verður að vera áhugamál og gert af ástríðu. Ef þú ætlar að lifa af tónlistinni þýðir það oftast nær að þú verður að spila hverja einustu helgi á einhverjum ömurlegum stöðum í ógeðslegu harki. Það hlýtur hreinlega að drepa fyrir þér allt sem er gott og fallegt við þetta.“ Maraþonspilamennska á böllum er þá ekki fyrir þig? „Það virkar fyrir suma en ekki mig, enda er ég alls ekki góður hljóðfæraleikari. Ég er góður í að semja lög og flytja mín eigin lög, en afar slappur í svokallaðri ballspilamennsku. Ég lýg því ekki að ég kann eitt heilt lag eftir einhvern annan en sjálfan mig, The Gambler með Kenny Rogers. Einu sinni gat ég spilað Blindsker með Bubba, en ég kann það ekki lengur. Ég á erfitt með að muna texta og erfitt með að muna lög. Þetta er allt dálítið erfitt. Í rauninni veit ég ekki af hverju ég er í þessum bransa. Það er bara svo töff að standa uppi á sviði með rafmagnsgítar að ég hyggst halda því áfram.“ Hátt upp og langt niðurÞú segir betra að láta hlutina gerast en að pína sig til að gera þá. Einhverjir myndu túlka slíkt sem leti eða sérhlífni. „Já, en það er það alls ekki. Reyndar er ég mjög vægðarlaus við sjálfan mig og fólk í kringum mig og svo sjálfsgagnrýninn að ég hef þurft að vinna í að laga það. Þegar mér finnst mér hafa tekist vel til með eitthvað verð ég frámunalega hamingjusamur, en ég vil frekar heyra frá öðrum um það sem má laga eða er hreinlega vont. Ég held að sjálfsgagnrýni sé holl ef hún er skynsamleg. Ef maður getur ekki bætt sig getur maður allt eins hengt sig. Þegar ég byrja að búa eitthvað til verð ég oft mjög þungur og sjaldan skemmtilegur á þeim tímapunkti í ferlinu. Svo þegar ég er lagður af stað sé ég til sólar þegar sköpunartilfinningin grípur um sig, og þegar að því kemur að koma verkinu frá sér, hvort sem er plata í búðir, málverk á striga eða hvað sem er, þá hættir mér til að fara óstjórnlega hátt yfir markið. Þá er allt geggjað, æðislegt og meiri háttar, en svo finn ég að víman er ekki nóg. Þá þarf ég að búa til eitthvað nýtt og sunka niður í sama ferlið og allt verður ömurlegt þangað til pendúllinn fer aftur upp. Þetta ferli fer ég í gegnum aftur og aftur og varð mjög feginn þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki sjúkdómur, snertur af geðhvarfasýki eða neitt slíkt, heldur eðlilegt. Ég er hættur að verða hissa þegar ég geng í gegnum þetta.“ Fyrirlít dramb og tilgerðÞú hefur verið áberandi á óvenju mörgum sviðum sem flest tengjast list á einhvern hátt. það er tónlistin, svo hefurðu verið í sjónvarpi, útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum og starfar reyndar sem hugmyndasmiður á auglýsingastofu, að ógleymdri myndlistinni sem þú stundaðir af miklu kappi fyrir nokkrum árum og hélst sýningar. Svo skrifarðu líka smásögur þó svo að engin þeirra hafi enn komist á prent. Er það rétt ályktun að þú vinnir mikið? „Já, ég vinn talsvert mikið. En ég hef ekki alltaf unnið mikið. Heilu árin hafa liðið sem ég hef bara hangið á kaffihúsum, til dæmis þegar ég bjó í London til skamms tíma og var í raun upptekinn við að horfa út um gluggann og aðlagast ekki. En ég fór snemma á sjóinn, var í Smugunni sextán ára gamall og fór svo á Flæmska hattinn og fleiri staði á Sólbak EA307, aflalægsta togaranum sem gerður var út frá Útgerðarfélagi Akureyrar til langs tíma. Svo vann ég á sambýli í mörg ár, kenndi heimspeki og smíði í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, starfaði í slipp og byggingarvinnu og var leiðsögumaður í hvalaskoðunarferðum, sem var rosalega gaman. Ég hef gert ýmislegt, eins og allir Íslendingar. Allir hafa unnið tíu þúsund mismunandi störf.“ Hvar hefurðu notið þín best? „Alls staðar þar sem hlutirnir hafa komið til mín óþvingaðir. Rembingur er svo fyrirlitlegur og eins hvers kyns dramb og tilgerð. Ég þoli ekki tilgerð. Ég er hrifinn af heilindum og fyrirlít snobb, þótt mér þyki gaman að borða rosalega fínan mat og drekka dýr rauðvín. Mér finnst líka gaman að borða kótilettur í raspi, sem er uppáhaldið mitt, því þær eru svo heiðarlegar í því sem þær eru og ekkert að þykjast. Mexíkóskur matur er æðislegur, en hræðilegt þegar fólk vill setja snúning á hann og búa til mexíkópylsur, mexíkóflögur og svo framvegis. Þetta er svo mikill rembingur. Það er alltaf verið að reyna að setja hluti í önnur föt. Neskaffi væri frábært ef það héti eitthvað annað en Neskaffi. Ef það héti til dæmis einfaldlega „Nes“ væri það örugglega í miklu uppáhaldi hjá mér, því þetta er fínn drykkur, en það heitir Neskaffi og er versta kaffi í heimi. Hvers vegna leyfum við ekki bara hlutunum að vera það sem þeir eru? Mér finnst mjög margt í kringum okkur hreinlega vera sorp. Það á líka við um listir. Popplag á bara að vera popplag, en ekki að þykjast vera rokklag.“ Rokkið stendur þér nærri? „Já, mér finnst rokkið best. Ég set rafmagnsgítarinn við hlið penisillíns sem bestu uppfinningu sögunnar. En bara rafmagnsgítarinn, ekki tólf strengja gítarinn sem hefði aldrei átt að finna upp. Ég myndi skipta þyrlunni út fyrir rafmagnsgítarinn, enda held ég að hann hafi breytt lífi fleira fólks og gert meira gagn. Það er mitt yfirvegaða mat.“ Minni skammtar og óhollariÁ dögunum fagnaðir þú útsendingu á hundraðasta þættinum af Nei hættu nú alveg, spurningþætti þínum á Rás 2, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár. Hver er galdurinn? „Ég bjó ekki til formið, enda er það þekkt út um allan heim, en ætli lykillinn sé ekki hversu áreynslulaus þátturinn er. Ég byrjaði með þátt á Rás 2 þar sem ég kynnti tónlist, en það var alls ekki fyrir mig. Svo var ég rekinn úr þeim þætti en beðinn um að koma með aðra hugmynd í staðinn. Þá datt mér í hug að spyrja spurninga um gagnslausar upplýsingar og biðja skemmtilegt fólk um að velja úr fjórum fáránlegum valkostum með rökum og hugrenningatengslum. Það eru engin verðlaun í þættinum, ekkert snakk, gos eða aðrar illa dulbúnar auglýsingar sem gera lítið úr hlustendum, og ég hef rosalega gaman af þessu.“ Oft og tíðum snúast spurningarnar þínar um hluti sem talist gætu nördalegir, líkt og Stjörnustríðsmyndirnar. Ertu nörd? „Tvímælalaust. Ég hef afskaplega gaman af Star Wars og yfirhöfuð af svona litlu, safaríku dóti. Frönsk matargerð finnst mér til dæmis einkennandi fyrir það hvernig lífið ætti að vera. Minni skammtar og óhollari. Lítill biti af óhollri, franskri súkkulaðiköku frekar en ostaslaufa, sem er mikið af einhverju sem er hvorki hollt né óhollt, bara sorp. Ostaslaufur eru holdgervingar hins illa í mínum augum.“ Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ég hef búið í Reykjavík í fjórtán ár, þar af tólf ár hér í Þingholtunum, en samt rata ég enn ferlega illa hér. Ég bý hérna rétt hjá og sonur minn er í leikskóla í næstu götu, en samt villtist ég á leiðinni,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, einnig þekktur sem Villi naglbítur, þegar hann kemur örlítið of seint á fund blaðamanns í koníaksstofu Hótel Holts á snjóþyngsta kvöldi síðustu áratuga í borginni. Naglbíts-gælunafnið er dregið af hljómsveitinni 200.000 naglbítar sem Villi hefur veitt forstöðu síðan á unglingsárum, en hann hefur verið áberandi á hinum ýmsu listasviðum síðustu fimmtán árin eða svo. Hann er líka mikill veiðiáhugamaður, sem vekur upp spurninguna hvort ekki skaði í slíkum æfingum að vera áttavilltur. „Ég er mikill sveimhugi og margir telja að ég hljóti að vera með athyglisbrest eða eitthvað slíkt. Það getur vel verið, en ef ég þarf að fókusa þá er það ekkert mál. Í krísum er ég mjög yfirvegaður og hef til að mynda fulla trú á sjálfum mér í hjálp í viðlögum og slíku, en ég get verið voðalega utan við mig. Ég vann einu sinni sem pitsusendill á Akureyri og var sá lélegasti sem sögur fara af. Ég rataði ekki neitt og keyrði bara eitthvert út í bláinn, þangað til eigandinn hringdi og sagði mér að koma til baka þar sem löngu væri búið að senda aðra pitsu.“ Píni mig ekki í plötugerðHeil níu ár eru liðin síðan síðasta plata 200.000 naglbíta með nýjum lögum, Hjartagull, kom út. Í millitíðinni sendi sveitin frá sér breiðskífu með Lúðrasveit verkalýðsins en hóf nýja árið í stúdíói við upptökur á spánnýju lagi, Í mararskauti mjúku, sem byrjað er að hljóma á öldum ljósvakans. Er ný plata á leiðinni? „Við höfum ekki ákveðið neitt um það. Það var frábært að taka upp nýja lagið, en það kæmi mér jafnmikið á óvart ef við gerðum plötu og ef við gerðum það ekki. Við höfum alla tíð tekið eitt skref í einu, aldrei gert nein súperplön, og raunar kann ég sjálfur best við að hafa hlutina þannig. Mér finnst betra að hlutirnir annað hvort gerist eða gerist ekki. Auðvitað er nauðsynlegt á köflum að bretta upp ermarnar og berja hlutina í gegn, en maður á ekki að pína sig í að gefa út plötu. Það þykir mér asnalegt, því þetta er og verður að vera áhugamál og gert af ástríðu. Ef þú ætlar að lifa af tónlistinni þýðir það oftast nær að þú verður að spila hverja einustu helgi á einhverjum ömurlegum stöðum í ógeðslegu harki. Það hlýtur hreinlega að drepa fyrir þér allt sem er gott og fallegt við þetta.“ Maraþonspilamennska á böllum er þá ekki fyrir þig? „Það virkar fyrir suma en ekki mig, enda er ég alls ekki góður hljóðfæraleikari. Ég er góður í að semja lög og flytja mín eigin lög, en afar slappur í svokallaðri ballspilamennsku. Ég lýg því ekki að ég kann eitt heilt lag eftir einhvern annan en sjálfan mig, The Gambler með Kenny Rogers. Einu sinni gat ég spilað Blindsker með Bubba, en ég kann það ekki lengur. Ég á erfitt með að muna texta og erfitt með að muna lög. Þetta er allt dálítið erfitt. Í rauninni veit ég ekki af hverju ég er í þessum bransa. Það er bara svo töff að standa uppi á sviði með rafmagnsgítar að ég hyggst halda því áfram.“ Hátt upp og langt niðurÞú segir betra að láta hlutina gerast en að pína sig til að gera þá. Einhverjir myndu túlka slíkt sem leti eða sérhlífni. „Já, en það er það alls ekki. Reyndar er ég mjög vægðarlaus við sjálfan mig og fólk í kringum mig og svo sjálfsgagnrýninn að ég hef þurft að vinna í að laga það. Þegar mér finnst mér hafa tekist vel til með eitthvað verð ég frámunalega hamingjusamur, en ég vil frekar heyra frá öðrum um það sem má laga eða er hreinlega vont. Ég held að sjálfsgagnrýni sé holl ef hún er skynsamleg. Ef maður getur ekki bætt sig getur maður allt eins hengt sig. Þegar ég byrja að búa eitthvað til verð ég oft mjög þungur og sjaldan skemmtilegur á þeim tímapunkti í ferlinu. Svo þegar ég er lagður af stað sé ég til sólar þegar sköpunartilfinningin grípur um sig, og þegar að því kemur að koma verkinu frá sér, hvort sem er plata í búðir, málverk á striga eða hvað sem er, þá hættir mér til að fara óstjórnlega hátt yfir markið. Þá er allt geggjað, æðislegt og meiri háttar, en svo finn ég að víman er ekki nóg. Þá þarf ég að búa til eitthvað nýtt og sunka niður í sama ferlið og allt verður ömurlegt þangað til pendúllinn fer aftur upp. Þetta ferli fer ég í gegnum aftur og aftur og varð mjög feginn þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki sjúkdómur, snertur af geðhvarfasýki eða neitt slíkt, heldur eðlilegt. Ég er hættur að verða hissa þegar ég geng í gegnum þetta.“ Fyrirlít dramb og tilgerðÞú hefur verið áberandi á óvenju mörgum sviðum sem flest tengjast list á einhvern hátt. það er tónlistin, svo hefurðu verið í sjónvarpi, útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum og starfar reyndar sem hugmyndasmiður á auglýsingastofu, að ógleymdri myndlistinni sem þú stundaðir af miklu kappi fyrir nokkrum árum og hélst sýningar. Svo skrifarðu líka smásögur þó svo að engin þeirra hafi enn komist á prent. Er það rétt ályktun að þú vinnir mikið? „Já, ég vinn talsvert mikið. En ég hef ekki alltaf unnið mikið. Heilu árin hafa liðið sem ég hef bara hangið á kaffihúsum, til dæmis þegar ég bjó í London til skamms tíma og var í raun upptekinn við að horfa út um gluggann og aðlagast ekki. En ég fór snemma á sjóinn, var í Smugunni sextán ára gamall og fór svo á Flæmska hattinn og fleiri staði á Sólbak EA307, aflalægsta togaranum sem gerður var út frá Útgerðarfélagi Akureyrar til langs tíma. Svo vann ég á sambýli í mörg ár, kenndi heimspeki og smíði í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, starfaði í slipp og byggingarvinnu og var leiðsögumaður í hvalaskoðunarferðum, sem var rosalega gaman. Ég hef gert ýmislegt, eins og allir Íslendingar. Allir hafa unnið tíu þúsund mismunandi störf.“ Hvar hefurðu notið þín best? „Alls staðar þar sem hlutirnir hafa komið til mín óþvingaðir. Rembingur er svo fyrirlitlegur og eins hvers kyns dramb og tilgerð. Ég þoli ekki tilgerð. Ég er hrifinn af heilindum og fyrirlít snobb, þótt mér þyki gaman að borða rosalega fínan mat og drekka dýr rauðvín. Mér finnst líka gaman að borða kótilettur í raspi, sem er uppáhaldið mitt, því þær eru svo heiðarlegar í því sem þær eru og ekkert að þykjast. Mexíkóskur matur er æðislegur, en hræðilegt þegar fólk vill setja snúning á hann og búa til mexíkópylsur, mexíkóflögur og svo framvegis. Þetta er svo mikill rembingur. Það er alltaf verið að reyna að setja hluti í önnur föt. Neskaffi væri frábært ef það héti eitthvað annað en Neskaffi. Ef það héti til dæmis einfaldlega „Nes“ væri það örugglega í miklu uppáhaldi hjá mér, því þetta er fínn drykkur, en það heitir Neskaffi og er versta kaffi í heimi. Hvers vegna leyfum við ekki bara hlutunum að vera það sem þeir eru? Mér finnst mjög margt í kringum okkur hreinlega vera sorp. Það á líka við um listir. Popplag á bara að vera popplag, en ekki að þykjast vera rokklag.“ Rokkið stendur þér nærri? „Já, mér finnst rokkið best. Ég set rafmagnsgítarinn við hlið penisillíns sem bestu uppfinningu sögunnar. En bara rafmagnsgítarinn, ekki tólf strengja gítarinn sem hefði aldrei átt að finna upp. Ég myndi skipta þyrlunni út fyrir rafmagnsgítarinn, enda held ég að hann hafi breytt lífi fleira fólks og gert meira gagn. Það er mitt yfirvegaða mat.“ Minni skammtar og óhollariÁ dögunum fagnaðir þú útsendingu á hundraðasta þættinum af Nei hættu nú alveg, spurningþætti þínum á Rás 2, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár. Hver er galdurinn? „Ég bjó ekki til formið, enda er það þekkt út um allan heim, en ætli lykillinn sé ekki hversu áreynslulaus þátturinn er. Ég byrjaði með þátt á Rás 2 þar sem ég kynnti tónlist, en það var alls ekki fyrir mig. Svo var ég rekinn úr þeim þætti en beðinn um að koma með aðra hugmynd í staðinn. Þá datt mér í hug að spyrja spurninga um gagnslausar upplýsingar og biðja skemmtilegt fólk um að velja úr fjórum fáránlegum valkostum með rökum og hugrenningatengslum. Það eru engin verðlaun í þættinum, ekkert snakk, gos eða aðrar illa dulbúnar auglýsingar sem gera lítið úr hlustendum, og ég hef rosalega gaman af þessu.“ Oft og tíðum snúast spurningarnar þínar um hluti sem talist gætu nördalegir, líkt og Stjörnustríðsmyndirnar. Ertu nörd? „Tvímælalaust. Ég hef afskaplega gaman af Star Wars og yfirhöfuð af svona litlu, safaríku dóti. Frönsk matargerð finnst mér til dæmis einkennandi fyrir það hvernig lífið ætti að vera. Minni skammtar og óhollari. Lítill biti af óhollri, franskri súkkulaðiköku frekar en ostaslaufa, sem er mikið af einhverju sem er hvorki hollt né óhollt, bara sorp. Ostaslaufur eru holdgervingar hins illa í mínum augum.“
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira