Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hélt vel heppnaða tónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöld í tilefni sextugsafmælis síns og útgáfu safnplötunnar Spilaðu lag fyrir mig.
Vinir Valgeirs og félagar úr Stuðmönnum og Spilverki þjóðanna stigu á stokk og fluttu með honum perlur úr söngvasafni hljómsveitanna, auk þess sem Valgeir gerði tónlist sinni skil með aðstoð valinkunnra hljóðfæraleikara.
Sextugur Valgeir í stuði
