Retro Stefson til Ameríku 20. janúar 2012 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Ausin Texas. „Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira