Retro Stefson til Ameríku 20. janúar 2012 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Ausin Texas. „Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp
Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira