Retro Stefson til Ameríku 20. janúar 2012 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Ausin Texas. „Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira