Nýtt lag frá Naglbítunum eftir nær áratugs þögn 18. janúar 2012 09:15 Þeir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir ásamt Benedikt Brynjólfssyni í 200.000 Naglbítar eru glaðir að vera komnir aftur í stúdíó saman. Fréttablaðið/stefán „Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira