Hin flöktandi stjarna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2012 17:00 Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira