Að vita hvað maður borðar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. janúar 2012 06:00 Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til matvæla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda. Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla er til komin vegna harðrar andstöðu evrópskra neytenda við erfðabreytt matvæli. Sú andstaða er ekki einungis vegna þeirra heilsufarslegu áhrifa sem erfðabreytt matvæli eru talin geta haft heldur einnig vegna mögulegra óafturkræfra umhverfisáhrifa vegna erfðabreyttrar ræktunar. Íslenskir neytendur hafa til skamms tíma ekki gefið þessum atriðum mikinn gaum þótt meðvitund þeirra hafi vissulega aukist. Velta má fyrir sér hvers vegna íslensk yfirvöld hafa dregið lappirnar í þessu máli. Því miður er líklegt að forsvarsmenn Samtaka lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík hafi á réttu að standa í því mati sínu að í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs hafi hagsmunir íslenskra neytenda lotið í lægra haldi fyrir hagsmunum nokkurra fyrirtækja sem flytja inn matvæli frá landi þar sem þetta viðhorf er einnig við lýði, þ.e. hagsmunir fjölþjóðlegra matvælaframleiðenda eru teknir fram yfir hagsmuni neytenda. Íslenskir neytendur voru lengi fremur skeytingarlausir um þau matvæli sem þeir lögðu sér til munns, mun áhugalausari en neytendur grannþjóða okkar. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa átt sér stað. Þá vakningu má í fyrsta lagi rekja til aukins áhuga neytenda á heilsu sem leiðir til þess að menn velta meira fyrir sér en áður hvað þeir láta ofan í sig, bæði með tilliti til næringargildis og mögulegra óæskilegra aukaefna. Í öðru lagi eru þeir stöðugt fleiri sem taka neysluákvarðanir að einhverju leyti á siðferðislegum forsendum. Viljinn til að skila jörðinni að minnsta kosti jafngóðri til niðjanna eins og við sem nú erum á dögum tókum við henni, og helst betri, mótar ákvarðanir fleiri og fleiri. Að sama skapi fer þeim fjölgandi sem hafna því að leggja sér til munns kjöt og aðrar dýraafurðir nema meðferð dýranna hafi verið viðunandi. Krafan um að upplýsingar um matvæli séu aðgengilegar neytendum hefur aukist undanfarin ár og mun aukast enn frekar. Eðli málsins samkvæmt heyrist hún hæst frá þeim sem vilja sniðganga matvæli með tiltekið innihald og/eða ef tiltekin skilyrði um aðbúnað dýra eru ekki uppfyllt, nú eða að þeir vilja ekki kaupa matvæli frá tilteknu upprunalandi. Skilmerkilegar merkingar matvæla eru samt sem áður hagsmunamál allra neytenda, hvort sem þeir hyggjast sniðganga þau eða ekki, því meðvitaðir neytendur vilja vita hvað þeir leggja sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til matvæla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda. Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla er til komin vegna harðrar andstöðu evrópskra neytenda við erfðabreytt matvæli. Sú andstaða er ekki einungis vegna þeirra heilsufarslegu áhrifa sem erfðabreytt matvæli eru talin geta haft heldur einnig vegna mögulegra óafturkræfra umhverfisáhrifa vegna erfðabreyttrar ræktunar. Íslenskir neytendur hafa til skamms tíma ekki gefið þessum atriðum mikinn gaum þótt meðvitund þeirra hafi vissulega aukist. Velta má fyrir sér hvers vegna íslensk yfirvöld hafa dregið lappirnar í þessu máli. Því miður er líklegt að forsvarsmenn Samtaka lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík hafi á réttu að standa í því mati sínu að í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs hafi hagsmunir íslenskra neytenda lotið í lægra haldi fyrir hagsmunum nokkurra fyrirtækja sem flytja inn matvæli frá landi þar sem þetta viðhorf er einnig við lýði, þ.e. hagsmunir fjölþjóðlegra matvælaframleiðenda eru teknir fram yfir hagsmuni neytenda. Íslenskir neytendur voru lengi fremur skeytingarlausir um þau matvæli sem þeir lögðu sér til munns, mun áhugalausari en neytendur grannþjóða okkar. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa átt sér stað. Þá vakningu má í fyrsta lagi rekja til aukins áhuga neytenda á heilsu sem leiðir til þess að menn velta meira fyrir sér en áður hvað þeir láta ofan í sig, bæði með tilliti til næringargildis og mögulegra óæskilegra aukaefna. Í öðru lagi eru þeir stöðugt fleiri sem taka neysluákvarðanir að einhverju leyti á siðferðislegum forsendum. Viljinn til að skila jörðinni að minnsta kosti jafngóðri til niðjanna eins og við sem nú erum á dögum tókum við henni, og helst betri, mótar ákvarðanir fleiri og fleiri. Að sama skapi fer þeim fjölgandi sem hafna því að leggja sér til munns kjöt og aðrar dýraafurðir nema meðferð dýranna hafi verið viðunandi. Krafan um að upplýsingar um matvæli séu aðgengilegar neytendum hefur aukist undanfarin ár og mun aukast enn frekar. Eðli málsins samkvæmt heyrist hún hæst frá þeim sem vilja sniðganga matvæli með tiltekið innihald og/eða ef tiltekin skilyrði um aðbúnað dýra eru ekki uppfyllt, nú eða að þeir vilja ekki kaupa matvæli frá tilteknu upprunalandi. Skilmerkilegar merkingar matvæla eru samt sem áður hagsmunamál allra neytenda, hvort sem þeir hyggjast sniðganga þau eða ekki, því meðvitaðir neytendur vilja vita hvað þeir leggja sér til munns.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun