Tvískipt félag Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. janúar 2012 06:00 Frá því var sagt í gær að skipulagsbreyting hefði verið gerð hjá 365 miðlum. Hún felst í að sjö blaðamenn færast af ritstjórn Fréttablaðsins yfir á sölu- og þjónustusvið fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa skrifað í kynningarblöð sem gefin eru út af 365 og er dreift með Fréttablaðinu. Um þetta sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í Morgunblaðinu í gær að það væri hörmuleg þróun ef neyða ætti blaðamenn til að gerast „sölufulltrúar". Hjálmar segir réttilega að kynningarskrif séu ekki blaðamennska. „Seldar kynningar eru ekki sú blaðamennska eða upplýsingastarfsemi sem maður vill sjá í íslenzku samfélagi," segir formaður BÍ. Þessi ummæli benda til að Hjálmar Jónsson sé búinn að gleyma í hvers konar félagi hann er formaður. Á félagaskrá BÍ eru tugir manna sem skrifa kynningartexta fyrir borgun. Allnokkrir gegna þeir trúnaðarstörfum fyrir félagið. Sumir starfa sem kynningarfulltrúar hjá fyrirtækjum, samtökum og stofnunum, aðrir hjá almannatengslafyrirtækjum og sumir starfa sjálfstætt. Í þessum störfum geta þeir eðli málsins samkvæmt ekki haft í heiðri þann hluta siðareglna BÍ, sem kveður á um að blaðamenn gæti þess að rugla ekki saman efni og auglýsingum. Lengi hefur verið dreift með dagblöðunum kynningarblöðum á vegum fyrirtækja, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Efnið kemur ýmist frá viðskiptavinunum sjálfum, þeir semja við almannatengslafyrirtæki um að skrifa það eða að dagblöðin finna fólk á sínum vegum til að skrifa. Oftast eru það félagsmenn BÍ sem skrifa texta þessara blaða, samkvæmt óskum viðskiptavinarins. Engin ástæða er til að amast við þessum blöðum eða líta niður á störf félagsmanna BÍ sem skrifa þau. Aðalatriðið er að þeim sé ekki ruglað saman við ritstjórnarefni dagblaðanna. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á undanförnum misserum að auglýsingadeild 365 miðla gefur út kynningarblöð á sínum vegum, þar sem safnað er saman styttri kynningum frá aðilum í tengdum atvinnugreinum eða sem vinna að svipuðum málefnum. Þessu hefur verið vel tekið, enda gefur það smærri fyrirtækjum og samtökum, en ekki eingöngu þeim stóru og fjársterku, kost á að kaupa slíka kynningu. Efnið er rækilega merkt sem kynningar og auglýsingar. Færni og reynsla í textaskrifum hefur hins vegar legið hjá ritstjórn Fréttablaðsins og afmarkaður hópur starfsmanna tekið þau að sér. Ástæðan fyrir því að sá hópur er nú færður til í skipulagi fyrirtækisins er að kynningarskrifin eru orðin stór hluti starfsins og eðli málsins vegna geta þessir starfsmenn hvorki haft siðareglur BÍ né ritstjórnar 365 miðla í heiðri í kynningarskrifunum. Breytingin er því gerð til að skerpa enn á nauðsynlegum skilum milli frétta og annars ritstjórnarefnis annars vegar og auglýsinga hins vegar. Það er ekki óháðri og gagnrýnni blaðamennsku til framdráttar að formaður BÍ láti eins og hann viti ekki af þeirri tvískiptingu sem er til staðar í félaginu, á milli þeirra sem fara og geta farið eftir siðareglunum og þeirra sem eðlis starfs síns vegna geta það ekki. Það er miklu nær að horfast í augu við raunveruleikann og að BÍ útbúi til dæmis sérstakar siðareglur fyrir þá félagsmenn, sem hafa atvinnu af kynningarskrifum, en að hneykslast á því að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Frá því var sagt í gær að skipulagsbreyting hefði verið gerð hjá 365 miðlum. Hún felst í að sjö blaðamenn færast af ritstjórn Fréttablaðsins yfir á sölu- og þjónustusvið fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa skrifað í kynningarblöð sem gefin eru út af 365 og er dreift með Fréttablaðinu. Um þetta sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í Morgunblaðinu í gær að það væri hörmuleg þróun ef neyða ætti blaðamenn til að gerast „sölufulltrúar". Hjálmar segir réttilega að kynningarskrif séu ekki blaðamennska. „Seldar kynningar eru ekki sú blaðamennska eða upplýsingastarfsemi sem maður vill sjá í íslenzku samfélagi," segir formaður BÍ. Þessi ummæli benda til að Hjálmar Jónsson sé búinn að gleyma í hvers konar félagi hann er formaður. Á félagaskrá BÍ eru tugir manna sem skrifa kynningartexta fyrir borgun. Allnokkrir gegna þeir trúnaðarstörfum fyrir félagið. Sumir starfa sem kynningarfulltrúar hjá fyrirtækjum, samtökum og stofnunum, aðrir hjá almannatengslafyrirtækjum og sumir starfa sjálfstætt. Í þessum störfum geta þeir eðli málsins samkvæmt ekki haft í heiðri þann hluta siðareglna BÍ, sem kveður á um að blaðamenn gæti þess að rugla ekki saman efni og auglýsingum. Lengi hefur verið dreift með dagblöðunum kynningarblöðum á vegum fyrirtækja, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Efnið kemur ýmist frá viðskiptavinunum sjálfum, þeir semja við almannatengslafyrirtæki um að skrifa það eða að dagblöðin finna fólk á sínum vegum til að skrifa. Oftast eru það félagsmenn BÍ sem skrifa texta þessara blaða, samkvæmt óskum viðskiptavinarins. Engin ástæða er til að amast við þessum blöðum eða líta niður á störf félagsmanna BÍ sem skrifa þau. Aðalatriðið er að þeim sé ekki ruglað saman við ritstjórnarefni dagblaðanna. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á undanförnum misserum að auglýsingadeild 365 miðla gefur út kynningarblöð á sínum vegum, þar sem safnað er saman styttri kynningum frá aðilum í tengdum atvinnugreinum eða sem vinna að svipuðum málefnum. Þessu hefur verið vel tekið, enda gefur það smærri fyrirtækjum og samtökum, en ekki eingöngu þeim stóru og fjársterku, kost á að kaupa slíka kynningu. Efnið er rækilega merkt sem kynningar og auglýsingar. Færni og reynsla í textaskrifum hefur hins vegar legið hjá ritstjórn Fréttablaðsins og afmarkaður hópur starfsmanna tekið þau að sér. Ástæðan fyrir því að sá hópur er nú færður til í skipulagi fyrirtækisins er að kynningarskrifin eru orðin stór hluti starfsins og eðli málsins vegna geta þessir starfsmenn hvorki haft siðareglur BÍ né ritstjórnar 365 miðla í heiðri í kynningarskrifunum. Breytingin er því gerð til að skerpa enn á nauðsynlegum skilum milli frétta og annars ritstjórnarefnis annars vegar og auglýsinga hins vegar. Það er ekki óháðri og gagnrýnni blaðamennsku til framdráttar að formaður BÍ láti eins og hann viti ekki af þeirri tvískiptingu sem er til staðar í félaginu, á milli þeirra sem fara og geta farið eftir siðareglunum og þeirra sem eðlis starfs síns vegna geta það ekki. Það er miklu nær að horfast í augu við raunveruleikann og að BÍ útbúi til dæmis sérstakar siðareglur fyrir þá félagsmenn, sem hafa atvinnu af kynningarskrifum, en að hneykslast á því að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun