Viðskipti erlent

Rosneft stækkar og stækkar

Magnús Halldórsson skrifar
Rosneft.
Rosneft.
Rússneska olíuframleiðslufyrirtækið Rosneft, sem er að stærstum hluta í eigu rússneska ríkisins, hyggur á frekari útþenslu og stækkun á næstunni. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér aðgang að 16,8 milljörðum dala, jafnvirði meira en 2.000 milljarða króna, og ætlar að bjóða í TNK-BP, þriðja stærsta olíufyrirtæki Rússlands. Með því yrði Rosneft með stærstu olíufyrirtækjum heims, og fengi auk þess aðgang að rannsóknarleyfum víðsvegar í Rússlandi, þar sem enn er ekki hafin framleiðsla en talið líklegt að olíu sé að finna.

Samkvæmt frásögn Wall Street Journal er Rosneft að kaupa félagið samtals á 55 milljarða dala, en eigendur þess eru meðal annars hópur ungra auðkýfinga sem hagnast hefur ævintýralega á sölu rannsóknarleyfa til olíuvinnslu á landsvæðum í Rússlandi. Hópurinn er kallaður AAR, samkvæmt Wall Street Journal, en stærsti eigandi TNK-BP er BP-PLC, sem er með nokkur þúsund hluthafa innanborðs.

Sjá má frétt Wall Street Journal um þessi mál, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×