Rísandi stjarna í Langholtskirkju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2012 12:43 Andri Björn og Ruth sungu bæði á tónleikunum í gær. Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira