Viðskipti erlent

Lettland vill taka upp evruna

Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Andris Vilks fjármálaráðherra landsins. Stjórnvöld í Lettlandi vinna nú að því að afla stuðnings meðal almennings fyrir upptöku evrunnar.

Vilks telur ekki að það verði neinum vandræðum háð að taka upp evruna. Hann bendir á að hagvöxtur í Lettlandi sé einn sá mesti meðal ríkja Evrópusambandsins og að verðbólga sé lítil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×