Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2012 01:54 Nöfn veiðistaða eru oftast lýsandi fyrir aðstæður, en að baki annarra eru skemmtilegar sögur. Þetta á við í Norðurá, eins og annars staðar. Mynd/Svavar Á síðasta sumri gaf Fáskrúð í Dölum frekar fáa laxa en sá stærsti var 88 sentímetra hængur sem reyndist sjö kíló á þyngd; hann var veiddur á flugu 2. júlí og var sleppt aftur í ána. Laxinn veiddi Búi, Skúli eða Halldór, eftir því sem kemur fram í veiðibók. Þetta er gert að umræðuefni hér vegna þess að veiðistaðurinn sem gaf þennan stærsta lax sumarsins í Fáskrúð ber eitt sérstakasta nafn í allri örnefnaflóru íslenskra veiðivatna, eða Viðbjóður hvorki meira né minna. Lítið er vitað um nafngiftina annað en það sem kemur fram í veiðistaðalýsingu í Veiðimanninum árið 1998, en þar segir: „Nafngiftir veiðistaða í Fáskrúð eru sumar ærið skrautlegar. Næsti staður fyrir neðan Stebbastreng heitir t.d. því „hljómþýða" nafni Viðbjóður (28). Kjartan[Guðmundsson, formaður Stangaveiðifélags Akraness um árabil]segist engar skýringar kunna á þessu nafni aðrar en þær að mönnum hafi þótt óaðlaðandi að standa þarna undir þverhníptu berginu og renna í veiðistað þar sem mikið er um festur. Viðbjóður getur ekki talist góður veiðistaður í dag. Þarna féll fylla úr berginu niður á besta tökustaðinn fyrir nokkrum árum." Fáskrúð geymir veiðistað sem nefnist Barkakýlið, sem á sér eftirfarandi og eðlilega skýringu samkvæmt fyrrnefndri veiðistaðalýsingu í Veiðimanninum: „Rétt fyrir neðan hylinn í Efri-Barka er lítill pyttur sem nefndur hefur verið Barkakýli." Áður en skilið er við Fáskrúð og örnefni á þeim slóðum verður að bæta því við að efsti veiðistaðurinn í Fáskrúð er Katlafossar en þeir eru kenndir við sérstakt náttúrufyrirbrigði, skessukatla sem eru við ána. Skammt frá Katlafossum er eyðibýlið Ljárskógasel en þangað átti skáldið Jóhannes Jónsson ættir sínar að rekja en hann kenndi sig við Katlana og eins og allir vita var skáldanafn hans Jóhannes úr Kötlum. Svo undirritaður komi sér að efninu þá langar Veiðivísi að höfða til lesenda um að koma skemmtilegum örnefnum veiðistaða/veiðisvæða á framfæri á netfangið svavar@frettabladid.is og sögurnar að baki þeim, séu þær þekktar. Að endingu má nefna sem tvö dæmi til skýringar. Í veiðistaðalýsingu Inga Hrafns Jónssonar frá Langá á Mýrum segir svo frá veiðistaðnum Kamparí. „Jósef Reynis, arkítekt og Langárbóndi veiddi hér sumarið 1967 fyrsta laxinn á Fjallinu frá því laxastiginn opnaði. Þá vissu menn auðvitað ekkert hvar lax myndi veiðast og leituðu með logandi ljósi. Svo mikil var hamingja hans og veiðifélagans er 12 punda hrygna var komin á land, að þeir skáluðu í Kamparí og helltu góðum slurk í Langá." Eins er þekkt að Norðurá og Laxá í Kjós geyma báðar gjöfula veiðistaði sem bera sama nafn; Klingenberg. Nafngiftina má víst rekja til norsks konsúls sem kom til landsins árið 1909, en hann var mikill áhugamaður um stangveiði og dvaldi löngum, ásamt fjölskyldu og vinum, við bakka þessara stórkostlegu veiðivatna. Mun konsúllin hafa gefið sér góðan tíma við veiðistaðina sem síðar voru nefndir eftir honum, og var þá oftar en ekki höfugur drykkur skammt undan. Eða það segir sagan. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Á síðasta sumri gaf Fáskrúð í Dölum frekar fáa laxa en sá stærsti var 88 sentímetra hængur sem reyndist sjö kíló á þyngd; hann var veiddur á flugu 2. júlí og var sleppt aftur í ána. Laxinn veiddi Búi, Skúli eða Halldór, eftir því sem kemur fram í veiðibók. Þetta er gert að umræðuefni hér vegna þess að veiðistaðurinn sem gaf þennan stærsta lax sumarsins í Fáskrúð ber eitt sérstakasta nafn í allri örnefnaflóru íslenskra veiðivatna, eða Viðbjóður hvorki meira né minna. Lítið er vitað um nafngiftina annað en það sem kemur fram í veiðistaðalýsingu í Veiðimanninum árið 1998, en þar segir: „Nafngiftir veiðistaða í Fáskrúð eru sumar ærið skrautlegar. Næsti staður fyrir neðan Stebbastreng heitir t.d. því „hljómþýða" nafni Viðbjóður (28). Kjartan[Guðmundsson, formaður Stangaveiðifélags Akraness um árabil]segist engar skýringar kunna á þessu nafni aðrar en þær að mönnum hafi þótt óaðlaðandi að standa þarna undir þverhníptu berginu og renna í veiðistað þar sem mikið er um festur. Viðbjóður getur ekki talist góður veiðistaður í dag. Þarna féll fylla úr berginu niður á besta tökustaðinn fyrir nokkrum árum." Fáskrúð geymir veiðistað sem nefnist Barkakýlið, sem á sér eftirfarandi og eðlilega skýringu samkvæmt fyrrnefndri veiðistaðalýsingu í Veiðimanninum: „Rétt fyrir neðan hylinn í Efri-Barka er lítill pyttur sem nefndur hefur verið Barkakýli." Áður en skilið er við Fáskrúð og örnefni á þeim slóðum verður að bæta því við að efsti veiðistaðurinn í Fáskrúð er Katlafossar en þeir eru kenndir við sérstakt náttúrufyrirbrigði, skessukatla sem eru við ána. Skammt frá Katlafossum er eyðibýlið Ljárskógasel en þangað átti skáldið Jóhannes Jónsson ættir sínar að rekja en hann kenndi sig við Katlana og eins og allir vita var skáldanafn hans Jóhannes úr Kötlum. Svo undirritaður komi sér að efninu þá langar Veiðivísi að höfða til lesenda um að koma skemmtilegum örnefnum veiðistaða/veiðisvæða á framfæri á netfangið svavar@frettabladid.is og sögurnar að baki þeim, séu þær þekktar. Að endingu má nefna sem tvö dæmi til skýringar. Í veiðistaðalýsingu Inga Hrafns Jónssonar frá Langá á Mýrum segir svo frá veiðistaðnum Kamparí. „Jósef Reynis, arkítekt og Langárbóndi veiddi hér sumarið 1967 fyrsta laxinn á Fjallinu frá því laxastiginn opnaði. Þá vissu menn auðvitað ekkert hvar lax myndi veiðast og leituðu með logandi ljósi. Svo mikil var hamingja hans og veiðifélagans er 12 punda hrygna var komin á land, að þeir skáluðu í Kamparí og helltu góðum slurk í Langá." Eins er þekkt að Norðurá og Laxá í Kjós geyma báðar gjöfula veiðistaði sem bera sama nafn; Klingenberg. Nafngiftina má víst rekja til norsks konsúls sem kom til landsins árið 1909, en hann var mikill áhugamaður um stangveiði og dvaldi löngum, ásamt fjölskyldu og vinum, við bakka þessara stórkostlegu veiðivatna. Mun konsúllin hafa gefið sér góðan tíma við veiðistaðina sem síðar voru nefndir eftir honum, og var þá oftar en ekki höfugur drykkur skammt undan. Eða það segir sagan. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði