Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Trausti Hafliðson skrifar 5. desember 2012 20:16 Veitt í Neðri-Hvítsstaðahyl í Langá. Mynd / Trausti Hafliðason Nýlegar seiðamælingar í Langá á Mýrum gefa góð fyrirheit. Þrír af fjórum seiðaárgöngum mælast yfir langtímameðaltali. Í nýrri skýrslu er veiðin síðasta sumar krufin til mergjar. Samanlögð seiðavísitala laxaseiða í Langá mældist 64,6 seiði á hverja 100 fermetra (m2) í lok ágúst síðasta sumar. Seiðafjöldinn jókst töluvert miðað við í fyrra þegar 46,6 seiði mældust á hverjum 100 fermetrum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir í Langá. Skýrslan var unnin af Sigurði Má Einarssyni og Ástu Kristínu Guðmundsdóttur. Samanlögð meðaltalsvísitala seiða frá 1986, þegar mælingar hófust, er 36,6 seiði á hverja 100 fermetra. Seiðafjöldinn nú er því langt yfir þessu meðaltali. Fjöldinn nú er einnig nokkuð yfir meðaltalinu frá árinu 2000, sem er 52,7 seiði á hverja 100 fermetra. Frá aldamótum hefur seiðavísitalan aðeins þrisvar verið hærri en í ár.Hallar undan fæti hjá þriðja árs seiðunum Þegar talað er um samanlagða seiðavísitölu þá er átt við heildarfjölda seiða eða allt frá seiðum á fyrsta ári til seiða sem hafa verið fjögur ár í ánni. Í skýrslunni er síðan hver árgangur skoðaður fyrir sig. Þá kemur í ljós að fjöldi seiða á fyrsta var 25,7 á hverja hundrað fermetra sem er tvöfalt meira en langtímameðaltalið sem er 12,5 seiði/100 m2. Fjöldi seiða á öðru ári var 30,8 sem er líka ríflega tvöfalt meira en langtímameðaltalið sem er 14,8 seiði/100 m2. Heldur hallar undan fæti hjá þriðja árs seiðunum en fjöldi þeirra var 6,2 á hverja 100 fermetra sem er undir langtímameðaltalinu sem er 7,5 seiði/100 m2. Fjöldi seiða á fjórða ári mældist 1,9 sem er hins vegar yfir langtímameðaltalinu sem er 1,6 seiði/100 m2. Það er svo sem í lagi að geta þess að fækkun seiða á þriðja og fjórða ári skýrist auðvitað af því að þá eru þau þegar mörg gengin til sjávar.Til fróðleiks Á vef Veiðimálastofnunar fjallað um lífsferil seiða í ám. Það er alls ekki úr vegi að láta þann fróðleik fylgja með fræðilegri umfjöllun sem þessari: „Lífsferill laxins er flókinn og skiptist milli ferskvatns og sjávar. Lax hrygnir í fersku vatni að hausti og hrognin þroskast yfir veturinn grafin í möl straumvatna. Að vori klekjast hrognin út og seiðin helga sér svæði á botninum, þar sem þau síðan dvelja að jafnaði næstu tvö til fjögur árin. Þegar seiðin hafa náð ákveðinni stærð og þroska fara þau í gegnum ferli sem nefnist smoltun. Það ferli er undirbúningur fyrir það að yfirgefa ferskvatnið og ganga til sjávar. Á þeim tíma verða bæði lífeðlisfræðilegar breytingar og breyting á hegðun seiðanna. Helsta sjáanlega breytingin er að seiðin fá á sig silfraðan blæ með dökkum sporð- og ugga–endum. Hegðunin breytist í þá átt að þau hætta að verja sitt búsvæði en hópa sig þess í stað saman og leita undan straumi til sjávar. Þetta lokastig ferilsins, þegar seiðin leita til sjávar, á sér stað að vori þegar hitastig árvatnsins hefur náð ákveðnu lágmarki. Í sjó dvelur laxinn í eitt til þrjú ár og tekur þá út mestallan vöxt sinn. Ekki er vitað með vissu hvar í Atlantshafinu íslensku laxastofnarnir dvelja en líkur hafa verið leiddar að því að stofnar af SV-landi dvelji djúpt suð-vestur af landinu á sínu fyrsta ári í hafi. Eftir dvöl í hafi leitar fullorðinn kynþroska lax upp í sína heimaá til hrygningar og gengur lax upp í ár á Íslandi frá enda maí fram í enda ágúst. Laxinn dvelur svo í ánni fram að hrygningu sem er venjulegast í október og nóvember." Úttekt á veiðinni: 11,3 prósent laxa slepptSveðjufoss í Langá.Mynd / Trausti HafliðasonÍ skýrslu Veiðimálastofnunar er einnig farið yfir veiðina í Langá síðasta sumar. Þar segir: „Árið 2012 veiddust alls 1090 laxar, en auk þess 11 bleikjur og 6 urriðar. Alls var 123 löxum sleppt eða 11,3% af fjölda veiddra laxa. Sleppingar smálaxa voru 10,3% af veiðinni, en 37,5% stórlaxa. Frá Sjávarfossi að Sveðjufossi veiddust 828 laxar, en 262 frá Sveðjufossi að Langavatni, þar af 42 á svæðinu frá Heiðarfossi að Langavatni. Eftir samfellt góðæri frá árinu 2001 varð mikil niðursveifla í laxveiðinni í Langá sumarið 2012. Meðalveiði í Langá á tímabilinu 1974-2012 er 1478 laxar og veiðin því 26,2% undir meðalveiði. Sá lax sem skilaði sér í Langá sumarið 2012 var fremur smár. Meðalþyngd eins árs laxa var 1,92 kg en tveggja ára laxa 4,92 kg. Hlutdeild stórlaxa var 2,1% af gönguseiðaárganginum frá 2010. Alls gengur 894 laxar og 14 silungar upp fyrir fiskteljarann við Skuggafoss. Hins vegar veiddust 926 laxar ofan við Skuggafoss og því gengur mikill fjöldi laxa framhjá teljaranum. Í fiskteljara við Sveðjufoss gengu 497 laxar upp fyrir teljarann og veiddist 53,8% göngunnar á fjallinu. Almennt gekk lax snemma í ána en göngur brugðust er leið á sumarið. Greind voru 73 hreistursýni og voru klakárgangar frá 2007 og 2008 uppistaða í sýnunum. Ummerki um fyrri hrygningu sáust í 5,5% sýnanna. Enginn lax fannst upprunninn úr gönguseiðasleppingum." Þyrsti menn í frekari fróðleik um fiskirannsóknir í Langá er hægt að nálgast skýrslu Veiðimálastofnunar hér: SKÝRSLA.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Nýlegar seiðamælingar í Langá á Mýrum gefa góð fyrirheit. Þrír af fjórum seiðaárgöngum mælast yfir langtímameðaltali. Í nýrri skýrslu er veiðin síðasta sumar krufin til mergjar. Samanlögð seiðavísitala laxaseiða í Langá mældist 64,6 seiði á hverja 100 fermetra (m2) í lok ágúst síðasta sumar. Seiðafjöldinn jókst töluvert miðað við í fyrra þegar 46,6 seiði mældust á hverjum 100 fermetrum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir í Langá. Skýrslan var unnin af Sigurði Má Einarssyni og Ástu Kristínu Guðmundsdóttur. Samanlögð meðaltalsvísitala seiða frá 1986, þegar mælingar hófust, er 36,6 seiði á hverja 100 fermetra. Seiðafjöldinn nú er því langt yfir þessu meðaltali. Fjöldinn nú er einnig nokkuð yfir meðaltalinu frá árinu 2000, sem er 52,7 seiði á hverja 100 fermetra. Frá aldamótum hefur seiðavísitalan aðeins þrisvar verið hærri en í ár.Hallar undan fæti hjá þriðja árs seiðunum Þegar talað er um samanlagða seiðavísitölu þá er átt við heildarfjölda seiða eða allt frá seiðum á fyrsta ári til seiða sem hafa verið fjögur ár í ánni. Í skýrslunni er síðan hver árgangur skoðaður fyrir sig. Þá kemur í ljós að fjöldi seiða á fyrsta var 25,7 á hverja hundrað fermetra sem er tvöfalt meira en langtímameðaltalið sem er 12,5 seiði/100 m2. Fjöldi seiða á öðru ári var 30,8 sem er líka ríflega tvöfalt meira en langtímameðaltalið sem er 14,8 seiði/100 m2. Heldur hallar undan fæti hjá þriðja árs seiðunum en fjöldi þeirra var 6,2 á hverja 100 fermetra sem er undir langtímameðaltalinu sem er 7,5 seiði/100 m2. Fjöldi seiða á fjórða ári mældist 1,9 sem er hins vegar yfir langtímameðaltalinu sem er 1,6 seiði/100 m2. Það er svo sem í lagi að geta þess að fækkun seiða á þriðja og fjórða ári skýrist auðvitað af því að þá eru þau þegar mörg gengin til sjávar.Til fróðleiks Á vef Veiðimálastofnunar fjallað um lífsferil seiða í ám. Það er alls ekki úr vegi að láta þann fróðleik fylgja með fræðilegri umfjöllun sem þessari: „Lífsferill laxins er flókinn og skiptist milli ferskvatns og sjávar. Lax hrygnir í fersku vatni að hausti og hrognin þroskast yfir veturinn grafin í möl straumvatna. Að vori klekjast hrognin út og seiðin helga sér svæði á botninum, þar sem þau síðan dvelja að jafnaði næstu tvö til fjögur árin. Þegar seiðin hafa náð ákveðinni stærð og þroska fara þau í gegnum ferli sem nefnist smoltun. Það ferli er undirbúningur fyrir það að yfirgefa ferskvatnið og ganga til sjávar. Á þeim tíma verða bæði lífeðlisfræðilegar breytingar og breyting á hegðun seiðanna. Helsta sjáanlega breytingin er að seiðin fá á sig silfraðan blæ með dökkum sporð- og ugga–endum. Hegðunin breytist í þá átt að þau hætta að verja sitt búsvæði en hópa sig þess í stað saman og leita undan straumi til sjávar. Þetta lokastig ferilsins, þegar seiðin leita til sjávar, á sér stað að vori þegar hitastig árvatnsins hefur náð ákveðnu lágmarki. Í sjó dvelur laxinn í eitt til þrjú ár og tekur þá út mestallan vöxt sinn. Ekki er vitað með vissu hvar í Atlantshafinu íslensku laxastofnarnir dvelja en líkur hafa verið leiddar að því að stofnar af SV-landi dvelji djúpt suð-vestur af landinu á sínu fyrsta ári í hafi. Eftir dvöl í hafi leitar fullorðinn kynþroska lax upp í sína heimaá til hrygningar og gengur lax upp í ár á Íslandi frá enda maí fram í enda ágúst. Laxinn dvelur svo í ánni fram að hrygningu sem er venjulegast í október og nóvember." Úttekt á veiðinni: 11,3 prósent laxa slepptSveðjufoss í Langá.Mynd / Trausti HafliðasonÍ skýrslu Veiðimálastofnunar er einnig farið yfir veiðina í Langá síðasta sumar. Þar segir: „Árið 2012 veiddust alls 1090 laxar, en auk þess 11 bleikjur og 6 urriðar. Alls var 123 löxum sleppt eða 11,3% af fjölda veiddra laxa. Sleppingar smálaxa voru 10,3% af veiðinni, en 37,5% stórlaxa. Frá Sjávarfossi að Sveðjufossi veiddust 828 laxar, en 262 frá Sveðjufossi að Langavatni, þar af 42 á svæðinu frá Heiðarfossi að Langavatni. Eftir samfellt góðæri frá árinu 2001 varð mikil niðursveifla í laxveiðinni í Langá sumarið 2012. Meðalveiði í Langá á tímabilinu 1974-2012 er 1478 laxar og veiðin því 26,2% undir meðalveiði. Sá lax sem skilaði sér í Langá sumarið 2012 var fremur smár. Meðalþyngd eins árs laxa var 1,92 kg en tveggja ára laxa 4,92 kg. Hlutdeild stórlaxa var 2,1% af gönguseiðaárganginum frá 2010. Alls gengur 894 laxar og 14 silungar upp fyrir fiskteljarann við Skuggafoss. Hins vegar veiddust 926 laxar ofan við Skuggafoss og því gengur mikill fjöldi laxa framhjá teljaranum. Í fiskteljara við Sveðjufoss gengu 497 laxar upp fyrir teljarann og veiddist 53,8% göngunnar á fjallinu. Almennt gekk lax snemma í ána en göngur brugðust er leið á sumarið. Greind voru 73 hreistursýni og voru klakárgangar frá 2007 og 2008 uppistaða í sýnunum. Ummerki um fyrri hrygningu sáust í 5,5% sýnanna. Enginn lax fannst upprunninn úr gönguseiðasleppingum." Þyrsti menn í frekari fróðleik um fiskirannsóknir í Langá er hægt að nálgast skýrslu Veiðimálastofnunar hér: SKÝRSLA.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði